Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.2004, Page 24

Bjarmi - 01.12.2004, Page 24
Drottinn kallaði þau til starfa í byrjun ágúst síðastliðnum fluttu Sígurður Hörður Ingimarsson og Rannvá Olsen til Akureyrar með strákana sína tvo, Bjart Loga (5 ára) og Karl William (2 ára) og tóku við starfi flokkstjóra hjá Hjálpræðishernum á Akureyri. Þar leiða þau starfið dag frá degi og lék Bjarma forvitni á að vita meira um bakgrunn þeirra og starfið á Akureyri. Við gefum Rannvá orðið. „Ég erfædd og uppalin í Þórs- höfn í Færeyjum og má eiginlega segja að ég hafi slitið barnsskónum meira og minna á Hernum. Afi minn og amma tóku mig alltaf með í sunnudagaskólann og strax sem ung stúlka valdi ég hvaða leið ég ætlaði að fara, ég ætlaði að vera trúuð og fylgja Jesú.“ Sigurður er fæddur og uppalinn á Akureyri og er hans saga að mörgu leyti ólík. „Ég fór ungur að sækja fundi í yngri deild KFUM sem þá var í Zíon og fannst mér það mjög gaman en svo hætti ég eins og gengur og gerist. Nokkrum árum síðar var haft samband við mig vegna eldri unglingadeildar (15 ára og eldri) og þar fór ég að sækja fundi og tók mín fyrstu skref I tón- listinni. Þama voru strákar að stofna hljómsveit og það vantaði trommuleikara. Pabbi átti trommu- sett uppi á lofti og það varð eigin- lega til þess að ég byrjaði á þessu öllu saman. Mikill tími fór í æfingar en svo fjaraði þetta út og tengsl mln við félagið minnkuðu. Upp frá þvf fór ég að einbeita mér að tónlistinni og spilaði með ýmsum hljómsveit- um á böllum og þess háttar og segja má að líf mitt hafi farið út í algjört rugl. Ég vildi freista gæfunn- ar og sjá hvort að ég ætti framtíðina fyrir mér i spilamennsku og tók m.a. þátt í söngleikjum og þess háttar. Ég var ráðvilltur og vonsvik- inn og líf mitt einkenndist af ein- 24 i

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.