Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.2004, Page 26

Bjarmi - 01.12.2004, Page 26
Asker í Noregi þar sem þeirra beið foringjaskóli til tveggja ára. Foringjaskólinn er blanda af biblíu- skóla og hefðbundnu bóknámi þar sem kennd eru bókhald, stjórnun og rekstur og þess háttar fög en einnig er kennd guðfræði, kirkju- saga, sálgæsla og sérsniðin fög fyrir foringja. Láta þau mjög vel af náminu. Eftir skólann voru þau send til Bergen þar sem þau unnu i Aftur og aftur kom lögreglan og hvatti okkur áfram og sagði að mikil breyting væri á krökkunum og að þetta væri mikilvægt starf sem létti undir með lögreglunni. stúdentastarfi en þar hafði ekki verið starf áður þannig að þar hófst uppbygging frá grunni og var það spennandi áskorun og jafnframt mjög lærdómsrikt. Seinna voru þau send til starfa á öðrum stað í Bergen en þar var búið að vinna undirbúningsvinnu að stofnun nýs herflokks. Þetta var mjög sérstakt hverfi, mikið um inn- flytjendur með félagsleg vandamál, eiturlyfjaneytendur og aðra sem minna máttu sin og þar unnu þau í tvö ár. Þarna var stofnuð ný kirkja og fengu þau að sjá hvernig ætti að vinna að slíkri uppbyggingu og kenndi það þeim mikið. Þau unnu mest með börnum og unglingum og reyndu að ná í foreldrana i gegn- um börnin. Mikið var um eiturlyf og glæpi í hverfinu og fannst þeim það erfitt til að byrja með enda mikil læti í kringum krakkana. „Mér leist ekkert á þetta og hugsaði bara að nú færi ég aftur heirn," segir Siggi. Rannvá tekur í sama streng og segir: „Maður hefði þurft að hafa eyrnatappa." Starfið var i skólanum og fengu krakkarnir að vera í iþrótt- um og spila á hljóðfæri þá daga sem starfið var. Ekki löngu eftir að starfið hófst kom lögreglan og sagði að hún fyndi mikinn mun á umhverfinu og þarna væri greini- lega starf fyrir krakka og unglinga sem héldi þeim við efnið og hvatti hún þau til þess að halda áfram. Rannvá segir: „Aftur og aftur kom lögreglan og hvatti okkur áfram og sagði að mikil breyting væri á krökkunum og að þetta væri mikil- vægt starf sem létti undir með Nú finnum viö að Guð er með okkur í þessu öllu og styður okkur þegar upp koma vandamál. lögreglunni. Umhverfið var mjög sérstakt og munur á réttu og röngu var þessum krökkum ekki skýr enda margir foreldrar í neyslu og í striði við ýmsa erfiðleika. í sumar fórum við á mót og sáum marga þessa krakka og breytingin er gífur- leg. Þarna höfðu krakkarnir fengið nýjar fyrirmyndir i starfsfólki Hjálpræðishersins og sáu að það var eftirsóknarvert að lifa svona lífi. í dag biðja þessir krakkar mikið og fá bænasvör.1' Þau taka bæði undir að nokkuð erfitt hafi verið fyrir þau að fara frá starfi þar sem hlutirnir voru farnir að gerast áþreifanlega en í dag hringja þau reglulega út og fá að fylgjast með hvernig gengur. Maður á að vera líkur Jesú, allir eru jafnir og við eigum að þora að þvo fæturna hvert á öðru og þjóna hvert öðru. En þetta var ekki auðveld vinna og segja þau árásir djöfulsins hafa verið miklar. En nú eru þau komin til Akur- eyrar og eru mjög ánægð með það og spennt fyrir starfinu þar, þó svo að starfið í Bergen hafi verið kvatt með ákveðnum trega. Hér eru þau í miklu öruggara umhverfi og tekur Siggi það sérstaklega fram að hér finnur hann sig heima. „Hér er notalegt umhverfi og gott að vera með börn og fjölskyldu og það er ekki erfitt að byrja með nýja hluti hér.“ Þegar þau eru spurð hvort að það sé ekki ákveðinn þrýstingur að vera komin heim og þurfa að sanna sig er Siggi er ekki lengi að svara því á einfaldan hátt: „Ég þarf ekkert að sanna mig, það að sanna sig er hugtak sem mér líkar ekki nógu vel 26

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.