Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 27
og það var ég að glíma við hér áður fyrr, að reyna að sanna mig fyrir heiminum, vinum, vandamönnum og samfélaginu. Nú finnum við að Guð er með okkur í þessu öllu og styður okkur þegar upp koma vandamál. Hér er það viðfangsefnið sem skiptir mestu máli, það að ná til fólksins, sjá aðra koma til Guðs og endurnýja samband sitt við hann. Við gætum reynt að leika ein- hverjar ofurhetjur hérna og drottna yfir öllu en það gengur ekki upp. Við eigum að beina sjónum okkar að Guði allan tímann. Maður á að vera líkur Jesú, allir eru jafnir og við eigum að þora að þvo fæturna hvert á öðru og þjóna hvert öðru. Guð gefur okkur ýmsa hæfileika og við eigum að vera ófeimin að nota þá fyrir Drottin. En það er ekki það sem skiptir máli, heldur að fólk komi til Jesú og endurnýist. Við eigum að sýna hvert öðru auðmýkt og stolt á ekki að skipta neinu máli og metingur á ekki að spilla fyrir i kristilegu starfi. En auðvitað leiddum við hugann að því hvernig við myndum spjara okkur enda þekkjum við marga hér. Kannski eru einhverjir sem muna eftir atvikum sem ég gerði I fortíð- inni, bullaði hér og lét eins og hálf- viti þar, en þetta er búið og þurrkað út. Þó að það sé kannski ekki þurrkað út hjá öllum þá hefur mað- ur þurft að gera upp hlutina og það var langt en mikilvægt ferli hjá mér. Guð varð að hreinsa mig svo að ég gæti haldið áfram en það hef ég reynt að gera eftir fremsta megni.“ Rannvá tekur fram að eftirvænt- ingin hafi verið mikil enda var Siggi þekktur fyrir að tala um ísland og auglýsa það og þó að þau séu ekki búin að vera lengi hafa þau fengið marga góða gesti að utan. Þau höfðu hlakkað lengi til að koma til íslands enda gott að starfa I sínu heimalandi og telur Rannvá ísland vera líka sitt heimaland. Þau hafa fengið hlýjar og góðar mótttökur á Akureyri og þeim finnst mikilvægt að finna það. En nú vikur sögunni að starfinu á Hemum. Þar er mikil og fjölþreytt dagskrá í viku hverri. „Við komum að starfi hér i fullum blóma og það var mikil tilhlökkun að koma í slikt starf sem ekki þyrfti að byggja upp frá grunni. Markmiðið er eins og verið hefur undanfarin ár að ná til barna og unglinga á Eyrinni og að ná einnig til foreldranna i kringum börnin og það er í raun erfiðast og því mikilvægt að foreldrarnir finni í gegnum börnin að hér er gott að vera. Nú eru samkomur á sama tíma og sunnudagaskólinn og er það gert i þeirri von að foreldrar komi með þörnunum en taki svo þátt í samkomunum. Við viljum leggja mikla áherslu á að vera sýni- leg í bænum, þó að Hjálpræðis- herinn hafi verið sýnilegur þá viljum við auka það enn fremur. Ekki má einblína of á veggi kirkjunnar heldur þarf kirkjan að koma út til fólksins. En það kemur margt fólk á Herinn alla vikunna og það er frábært." Eina nýjung hafa Siggi og Rannvá tekið með sér þó að þau vilji ekki gera mikið úr því en það er svokallað „Gospel Church“ (gospelkirkja) sem eru samkomur einu sinni í mánuði þar sem megináherslan er lögð á kröftuga tónlist og var gospelkór stofnaður sérstaklega fyrir þessar samkomur. Rannvá stjórnar kórnum og Siggi hljómsveitinni sem sér um undir- leikinn. „tilgangurinn er að fólk fái að heyra fagnaðarerindið i gegnum söng. Vel gengur að manna kórinn Ekki má einblína of á veggi kirkjunnar heldur þarf kirkjan að koma út til fólksins. enda þykir gospeltónlist mjög skemmtileg og gefandi.“ Þegar þau eru spurð um fram- tiðina og hversu lengi þau verða á Akureyri þá er það óráðið. Þau sjá mikla möguleika og framtíð í því að vera á Akureyri en þau hlýða kalli Drottins þegar það kemur. Bjarmi þakkar þeim fyrir spjallið og óskar þeim Guðs blessunar áfram í starfinu. Viömælandi þeirra hjóna er skrifstofu- stjóri félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri. hannag@unak.is 27

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.