Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 28
RagnarGunnarsson Andinn þarf að fá að fylla starfið krafti sínum Viðtal við Einar Ekerhovd forsvarsmann OASE í Noregi í haust heimsótti presturinn Einar Ekerhovd ísland og tók m.a. þátt í helgarmóti á vegum KFUM og KFUK og Kristniboðssambandsins í Vindáshlíð. Einar er forsvars- maður OASE, endurnýjunarhreyf- ingar sem starfar innan norsku Það að lifa í endurnýjun andans snýst um að taka Guð með í reikninginn á öllum sviðum lífsins. kirkjunnar ocj tók við þvi hlutverki í vor. Það hentaði honum vel að heimsækja ísland og mynda tengsl hér eins og hann hefur á hinum Norðurlöndunum. Áhersla OASE er á verk Heilags anda, náðargjafirnar og að við séum vakandi fyrir að þjónusta okkar við Guð sé unnin í krafti andans. Við byrjum á því að fá að vita svo- lítið meira um manninn. Ég er að verða fimmtugur og fief verið prestur í norsku þjóðkirkjunni i 20 ár, siðustu 12 árin í söfnuði fyrir utan Kristiansand i Suður-Noregi. Sjálfur varð ég meðvitaður um trú mina frá unglingsárunum þegar ég tók þátt í kristilegu æskulýðsstarfi i söfnuðinum heima. Ég gerði mér grein fyrir þvi að Heilagur andi vildi vinna sitt verk í lífi mínu. Náðar- gjafavakningin hafði áhrif á mig á áttunda áratugnum og þá óx innra með mér löngun eftir þvi að fá að reyna verk andans i lífi mínu i ríkari mæli. Starf Heilags anda er eðli- legur hluti af lífi kristins manns. Ég var sautján ára að aldri þegar Guð kallaði mig til að verða prestur. Það hentaði mér eiginlega ekki, því ég þorði aldrei að opna munninn ef fleiri en þrír voru á staðnum! En þegar ég vígðist til prests árið 1982 var beðið fyrir mér með handayfir- lagningu biskups og annarra presta og þá gerðist eitthvað innra með mér. Löngunin til að predika óx fram og Guð sá um sinn hluta, að kallið yrði að veruleika. Ég óx smám saman í þessu. Fyrsta predikunin mín tók reyndar aðeins fjórar mínútur og 28 sekúndur. Og ekki bætti úr skák þegar ég snéri mér frá altarinu að söfnuðinum að biskupinn sat á fjórða bekk! Allt lífið hef ég reynt það að Guð gefur það sem þarf ef hann kallar okkur til ákveðins verks eða þjón- ustu. Slík reynsla styrkir trúna og sambandið við hann. Það hefur blesað mig ómælt að leita eftir samfélagi þar sem andi Guðs er sérstaklega að verki. Þegar Toronto- blessunin gekk yfir fékk ég að reyna kærleika Guðs og gæsku á nýjan hátt. Það að lifa i endurnýjun andans snýst um að taka Guð með í reikninginn á öllum sviðum lífsins. Við getum treyst á hann og hann þráir að eiga einlægt og gott sam- félag við okkur. OASE - fyrir hvaö stendur þessi hreyfing? Starfið er núna 25 ára og er ávöxtur af náðargjafahreyfingunni. Frumkvöðlarnir vildu skapa aukið rými fyrir verk andans innan lúthersks kirkjustarfs. Markmiðið er að reisa við kristið fólk og fylla það djörfung og byggja upp lifandi söfnuði sem breyta samfélaginu. Aðalatburður OASE er sumar- mótið sem yfirleitt er sótt af um 5000 manns. Þar er áhersla á bibliufræðslu, hagnýta fræðslu fyrir þjónustuna í Guðs riki, lofgjörð, kyrrð, tækifæri til fyrirbænar og sál- gæslu og samtals. Um 130 prestar eru i tenglaneti okkar eða um 10% starfandi presta i norsku kirkjunni. Þar fyrir utan eru bæði djáknar og fræðarar. Við höldum ráðstefnur og námskeið til hvatningar og leiðbein- ingar. Þungi áherslunnar er á verk Heilags anda. Það er eðlilegt að vera fylltur andanum, þannig á líf okkar að vera. Mikil áhersla er núna á unglinga og unglingastarf enda mikil vakning á meðal þeirra í Noregi. Vi'ða í borgunum í Noregi koma saman nokkur hundruð 28

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.