Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.2004, Page 29

Bjarmi - 01.12.2004, Page 29
táningar á samkomur og samverur. Á suðausturhorni Noregs er allt annað æskulýðsstarf fyrir þennan aldurfallið í skuggann fyrir kristi- lega starfinu. Við búumst við 2000 táningum á mótið okkar næsta sumar, en þar bjóðum við upp á sérstaka dagskrá fyrir þá. Við erum meira hreyfing eða stofnun frekar en samtök fólks. Við reynum að hafa þetta allt einfalt. Það höfðartil ungs fólks. Við höfum reynt og reynum að hafa áhrif innan kirkjunnar og kristilegu hreyfing- anna. En það er ekki auðvelt að greina áhrifin. Sumir söfnuðir þjóð- kirkjunnar eru tengslasöfnuðir okkar. Við höfum einnig tengsl út fyrir lútherska geirann, sem kemur fram í undirbúningsnefnd fyrir sumarmótið 2005. Margt er að breytast i Noregi. Samfélagið breytist að sjálfsögðu. Margt ungt fólk kallar eftir annars konar helgihaldi, þar sem það er meira á nótum þess. Innan kristi- legu hreyfinganna er boðið uþþ á starf sem líkist safnaðarstarfi og sumt af þessu er formlega hluti af norsku kirkjunni en sjálfstæðar einingar. Sífellt er verið að stofna nýja söfnuði. í þessu nýja starfi er mikil áhersla lögð á lofgjörð og tilbeiðslu, kjarngóðan boðskap sem leiðir fólk til Jesú, fyrirbæn og kaffi eftir guðsþjónustuna. Fólkið er saman í samfélagi. Áhrifin koma úr ýmsum áttum, t.d. Willow Creek, Alfa, Saddle Back kirkjunni, Toronto og viðar. Margt gott hefur borist að utan, þó svo við séum ekki að herma eftir því eða taka það upp hrátt. En við viljum læra af því sem nær áþreifanlega til fólks. Heilagur andi skapar líf og verk- efni OASE er að minna á verk hans. Hann leiðir okkur alltaf til Jesú og gefur lif. Þess vegna þurfum við að leitast við að fyllast andanum. Þá erum við eðlileg og í réttu sambandi við Guð. Breytir starf OASE miktu? Við getum ekki mælt það allt, en við erum ekki i vafa um að við höfum hlutverki að gegna. Markt fólk kulnar i þjónustunni við Guð. Sumt gerir það vegna þess að það er að gera eitthvað sem það hefur ekki hæfileika til en er að bjarga málum. Oft fer mikil orka í að halda einhverju gangandi. Það getur verið erfitt að breyta til. Þegar söfnuðurinn minn réði fram- kvæmdastjóra þurfti ég ekki að sinna rekstrinum eins og hafði verið, en gat farið að hugsa um fræðslu, halda námsekið, undirbúa betur guðsþjónusturnar og fleira slíkt. Ég fór að nota meiri tima í það sem ég átti að gera og hafði hæfi- leika í og þá varð ég heldur ekki þreyttur eins og áður. Guð vill fylla okkur af anda sínum. Við þurfum líka að geta slakað á og horft til himins. Samband okkar og sam- félag við Guð er grundvöllur þess að þjónustan sé unnin á hans forsendum. Til þess hefur hann gefið okkur anda sinn. Guð þráir meira en við að gefa það sem hann hefur. Þegar við notum náðargjaf- irnar erum við að gera það sem okkur ber að gera. Timi OASE er þá ekki liðinn?. Frá upphafi hefur köllunin verið sú að hafa áhrif á safnaðarlifið vitt og breitt um landið. í upphafi var bjartsýnin mikil. Þau voru mörg sem bjuggust við því að margt myndi breytast á stuttum tíma, en svo reyndist ekki vera. í safnaðar- starfinu sáum við að endurnýjun og breyting er bæði erfið, skapar gjarnan deilur og tekur tíma. Margt fólk gafst upp. Vegna þessa átti sér Á móti í Vindáshlíð. stað leki frá norsku kirkjunni yfir i Túlkur: Sr. Kjartan Jónsson. aðrar kirkjudeildir, þ.e. fólkið fór þar sem það hafði ekki þolinmæði til að bíða eftir breytingum. í dag finnst mér opnunin mun meiri. Með út- Samband okkar og samfélag við Guð er grundvöllur þess að þjónustan sé unnin á hans forsendum. haldi og þolinmæði hef ég reynt að unnt er að vinna að breytingum þannig að áhersla náðargjafavakn- ingarinnar eigi sér einnig rými innan safnaðarstarfsins. En það er krefjandi. Sem prestur þurfti ég að nota mikinn tíma i margvíslegt helgihald, stjórnunarstörf og jarðar- farir. Allt er þetta mikilvægt starf þar sem tengsl myndast við fólk og áhrifin oft mikil í lifi einstaklinganna. En fyrir bragðið varð oft lítill timi afgangs til að byggja upp safnaðar- starfið og hvetja söfnuðinn til dáða. Köllun Oase er sú að halda á lofti andlegri endurnýjun náðar- gjafavakningarinnar í lúthersku samhengi. Verkefnin eru næg. Við viljum færa líf, endurnýjun og vöxt til hinna ýmsu lima og líffæra likam- ans. Við þráum að þjóna öðrum og 29

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.