Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 31
Sigríður Hrönn Sigurðardóttir Hlýlegt samfélag austur í sveitum Öll höfum við heyrt um hana Búkollu. En austur í Rangárvallasýslu er Búkolla enn á ferðinni. Nú í formi fréttablaðs sem kemur út einu sinni í viku og fer inn á hvert heimili á svæðinu. Einu sinni í mánuði yfir vetrar- timann má sjá þar auglýsingu sem hljóðar eitthvað á þessa leið: Halló konur! Kertaljósafundur Aglow veröur í Eldstó kaffi á Hvolsvelli á fimmtudaginn kemur kl. 20:30. Allar konur hjartanlega velkomnar. Leið mín lá austur á Hvolsvöll í haust en þá höfðu konurnar þar beðið mig um að koma á septemberfundinn hjá sér og tala um lífiö og trúna. Starfið þar er ekki alveg nýtt af nálinni. Systumar Guðný og Rebekka, sem búa í Kirkjulækjarkoti, voru búnar að láta sig dreyma um kristilega fundi fyrir konur. Þá var það að konu eina dreymdi draum og sá fullt af konum og kertaljósum á heimili Guðnýjar. Þar með hafði Guðný fengið staðfestingu þess að tíminn væri kominn. Þær systur auglýstu fyrsta fundinn. Þær biðu spenntar og í mikilli óvissu um það hvort nokkur kæmi. En þær urðu yfir sig undrandi þegar bilamir streymdu að og konurnar tóku að tinast inn áfundinn. Nú hafa þær hist í fjögur ár. Eldstó kaffi er rekið af hjónunum Guðlaugu Helgu og Þór og í kjallaranum er keramikverkstæði, en Þór er einn af fáum lærðum leirkera- smiðum landsins. Á miðhæðinni er síðan kaffihúsið sem Guðlaug Helga sér um að mestu en á efstu hæðinni býr fjölskyldan. Allt er þetta til húsa í gömlu símstöðinni sem reist var árið 1943 og er við sjálfan hringveginn, þjóðveg númer eitt. Ákaflega notalegt er að koma inn í heimilislegar stofumar þar sem ægir saman hinum fegurstu koppum og krúsum úr keramik, þurrkuðum blómum, myndum og ýmsu öðru sem gerir staðinn ákaflega hlýlegan. Það fyrsta sem maður rekur augun í er gömul mynd af sveitabæ og áletrað: „Drottinn blessi heimilið." Stofurnar tvær fylltust smám saman af 25 konum og kertaljós voru á öllum borðum. Maríanna söngkona leiddi sönginn með sinni undurfögru rödd. Kaffiö og heimabakaðar vöfflurnar yljuðu okkur og glöddu. Gleði og vinátta einkenndi sam- félagið. Ég minntist á Maríu við gröfina á fyrsta þáskadagsmorgun en hún fann ekki Jesú. Hún var vonlaus og miður sin. En allt breyttist þegar Jesús sagði nafnið hennar. Það sama gerist þegar við tökum á móti Jesú og lífinu í honum og hann fær að snerta djúp sálar okkar, hið innsta í veru okkar. Þá breytist allt hjá okkur líka. Ég sagði þeim frá lífi mínu og starfi sem kristniboða í Kenýu. Þær fengu að heyra um konurnar á sléttunni í Kongelai í Pókot. Þar lifa þær úti á hjara veraldar, einangraðar frá öðrum svæðum héraðsins, landsins og heimsins alls. Lifið hefur ekki farið mjúkum höndum um þær i baráttu við sjúkdóma og dauða, hungur og öryggisleysi. En sumar þeirra hafa fengið að kynnast Jesú. Jesús hefur nefnt nafn þeirra og þær hafa opnað sig fyrir honum. Þær hafa fundið fyrir snertingu hans og allt hefur breyst. Vandamálin eru hluti lífsins áfram, kannski er lítil breyting í hinu ytra. En líf þeirra er breytt, þær eiga Jesú. Lif þeirra fengið yfir sig nýjan blæ þar sem vonin ræður. Þær eru óendanlega dýrmætar í augum Guðs. Á Eldstó kaffi þetta kvöld var nærvera Guðs svo sterk. Það var sem Jesús stæði í miðri stofunni og brosti við okkur, hverri og einni, á sinn mjúka, hlýja og nærfærna hátt. Við sungum saman og báðum saman. Við báðum fyrir fjölda bænarefna. Við kom- um úr mörgum áttum og vorum á öllum aldri. Sumartengjast hvítasunnukirkjunni í Kirkjulækjarkoti, aðrar eru í þjóðkirkjunni á svæðinu. Þarna var prestsfrúin í Odda ásamt yndislegri dóttur sinni, Katrin nýbakaður kennari úr Reykjavik og tvær konur af dvalarheimili aldraðra. Drottinn tengdi okkur saman. Við vorum eitt i honum. Ég sneri með gleði heim frá konunum á Hvolsvelli. Staldraðu við og leyfðu Jesú að brosa til þín, hrefya við þér og nefna nafnið þitt. Ég þakka fyrir mig, kæru Aglow-systur á Hvolsvelli. Kvöldið var ógleymanlegt. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og guðfræðinemi 31

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.