Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 32

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 32
Ragnar Snær Karlsson og Málfríður Jóhannsdóttir Innihald og merking AÐVENTUNNAR Á undanförnum 25 árum höfum við hjónin notað hvert tækifæri til að vekja athygli á tilgangi og inni- haldi aðventunnar. Greinin hér er skrifuð með þaö í huga að hún sé til hjálpar og blessunar í að gera aðventuna hátíðlega. Saga og upphaf Þegar desember nálgast leitar hugurinn með tilhlökkun til jólanna . Aðventan er á næsta leiti. Aðventan markar upphaf kirkjuársins og upp- haf jólaundirbúningsins. Orðið aðventa er komið úr latinu (ad og venire) og þýðir að koma (adventus). Aðventan byrjar fjórum sunnudögum fyrir jól, á þeim sunnudegi sem fellur næst 30. nóv- ember, hún endar á aðfangadags- kvöldi. Ef aðfangadag ber upp á sunnudag er hann talinn sem 4. sunnudagur í aðventu. Aðfangadagskvöld hefst síðan kl. sex eða við sólarlag. Upphaf aðventunnar má rekja að minnsta kosti fram á fjórðu öld. Þá var aðventan timi yfirbóta og undir- búnings fyrir opinberunarhátíð Krists þann 6. janúar (skirnar- dagar). Á sjöttu öld var aðventan færð fram fjórum vikum fyrir jól, og nýjum helgisiðum bætt við. Á níundu og tíundu öld var síðan til- gangur aðventunnar víkkaður og endurkomuboðskapnum um Jesú þá bætt inn í. Tilgangurinn Aðventan eða jólafastan eins og við köllum hana er sá tími sem við notum til þess að þúa okkur undir jólin með bæn og föstu. í okkar kirkju (evangelísku lútersku kirkjunni) er litur aðventunnar fjólu- blár sem er litur föstunnar. Sumar kirkjur nota aðra liti eins og dökk- blátt og Ijósblátt (sem vísar þá í sköpunina, himininn og vötnin í 1. Mósebók.). Fjólublái liturinn litur föstunnar er litur konungdóms, á aðventu (jólaföstu) biðum við eftir komu konungsins sem er Jesús. Fjólublái liturinn táknar einnig iðrun og yfirbót, og einnig er hann litur páskaföstunnar. Það er náið sam- band á milli jólaföstu og páska- föstu. Fæðing og holdtekja Jesú verður ekki aðskilin frá friðþæging- arverki hans, krossfestingu hans og upprisu. Tilgangur þess að Jesús kom í þennan heim var sá að „Orðið varð hold og bjó með oss.“ Það er fyrir líf og starf Jesú Krists, hans þjáningu, dauða og upprisu að við eigum eilíft líf í honum. Það var og er opinberun Guðs náðar til okkar að Jesús dó fyrir okkar mis- gjörðir. Á aðventunni er kastljósinu beint að fæðingu Krists og komu hans til okkar mannanna. En aðventan bendir okkur einnig á seinni komu hans til okkar þ.e.a.s. endurkomu Krists. Aðventan er því eitthvað mun meira en það að halda upp á 2000 ára sögulegan atburð. Sá atburður sem við minnumst er að sannleikurinn um Guð opinberaðist i Kristi. Kristur verður sannleikurinn, hin fullkomna sáttarfórn sem er vegurinn og lífið. Þess vegna á öll sköpun hans að vera í sátt hans vegna. Við lifum á merkilegum og spennandi tímum, eins konar milli- bilsástandi. Annars vegar á tímum uppfyllingar spádóma um hann og á tímum eftirvæntingar um endurkomu hans. Vegna þessa millibilsástands fjalla margir af biblíutextum aðvent- unnar um endurkomu Krists, um ábyrgð okkar sem kristinna einstak- linga, um trúfesti hans, um dóm, og von um eilíft líf. Þannig eru tvær hliðar á aðventunni, fortíð og fram- tíð. En við erum í nútíð. Við eru á nokkurs konar ferðalagi trúarinnar og Kristur er með okkur í þessu ferðalagi. Hann er hér i nærveru sinni í sínum heilaga anda. Von okkar er sú að hann mun koma aftur í dýrð sinni og sækja þá sem honum tilheyra. Þessi von ætti að hvetja okkur til að lifa i iðrun og þroska okkar trúarlíf. Enginn vill vera barn að eilífu, okkur er ætlað 32

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.