Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.2004, Page 33

Bjarmi - 01.12.2004, Page 33
að þroskast og vaxa. Barnatrú er góð þegar við erum börn en eftir því sem við fullorðnumst verður trú okkar að dýpka og vaxa. Sú stað- reynd að við erum á milli þessa tveggja tímaskeiða þ.e.a.s. upp- fyllingar og komandi tima ætti að hvetja okkur sem kristna menn til ábyrgðar um að vern- da siðgæði og trú okkar á Jesú Krist, til þess að við verðum tilbúin þegar hann kemur aftur sem konungur, frelsari og endurlausnari. Aðventan er því tími sem kristnir menn eiga að nota til þess að búa líf sitt og heimili undir komu frelsarans. Það er því mikilvægt að þessi tími einkennist af eftirvæntingu og endurnýjun í trúarlífi okkar. Aðventan er tími þar sem við þráum lausn frá öllu því illa sem í heiminum er, óréttlæti, harðræði, harðstjórn, o.þ.h. Það er sú von sem við höldum í þó okkur finnist hún oft lítil og þrátt fyrir að okkur finnst Guð kannski vera fjarri. Vonin um að hann muni koma aftur og verði konungur, hinn smurði sem mun flytja frið, réttlæti og réttsýni í sýktan heim. í aðventunni eru stórkostleg loforð falin, en það er líka mikil alvara og áminning í henni, saman- loforð og hins vegar dóm, er hún tími undirbúnings og bænar. Bænir auðmýktar, skuldbindingar, frelsunar og bænir þeirra sem ganga í myrkri og þrá að lifa í Ijósi. Andi aðventunnar endurspeglast vel í dæmisögunni um brúðar- meyjarnar sem bíða í eftirvæntingu eftir brúðgumanum. ber endurkomuboðskapinn um Jesú. ( þeim boðskap er talað um dómsdag og endanlegt uppgjör mannsins gagnvart Guði. Það er uppgjör mannsins á lífi sínu. Boðskapur aðventunnar er líka boðskapur um ábyrgð hins kristna manns á lífi sinu og boðskapur um eilíft líf - eilíft líf sem byrjar nú í dag. Vegna þess að aðventan hefur þessi tvö þemu, annars vegar Þá er likt um himnaríki og tíu meyjar, sem fóru til móts vid brúdgumann meö lampa sína. Fimm þeirra voru fávísar, en fimm hyggnar. Þær fávísu tóku lampa sína, en höföu ekki olíu meö sér, en hinar hyggnu tóku olíu meö á könnum ásamt lömpum slnum. Nú dvaldist brúögumanum, og uröu þær allar syfjaðar og sofnuöu. Um miönætti kvaö viö hróp: Sjá, brúöguminn kemur, farið til móts viö hann. Þá vöknuöu meyjarnar allar og tóku til lampa sína. En þær fávísu sögðu viö þær hyggnu: Gefiö oss af olíu yöar, þaö er að siokkna á lömpum vorum. Þær hyggnu svöruöu: Nei, hún nægir aldrei handa öllum. Fariö heldur til kaupmanna og kaupiö handa yöur. Meöan þær voru aö kaupa, kom brúöguminn, og þær sem viöbúnar voru, gengu meö honum inn til brúökaupsins, og dyrum var lokað. Seinna komu hinar meyjarnar og sögðu: Herra, herra, ijúk upp fyrir oss. En hann svaraöi: Sannlega segi ég yöur, ég þekkiyður ekki. Vakiö því, þér vitið ekki daginn né stundina. (Matt 25:1-13) 33

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.