Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2004, Side 34

Bjarmi - 01.12.2004, Side 34
Það er mikil gleði og spenna sem ríkir en samt er áminning um undirbúning sem hljómar i dæmi- sögunni. INNIHALD Aðventan er einnig tími sem við eigum að reyna að nýta okkur til að styrkja fjölskylduna. Á aðventunni deilum við von og gleði með öðrum, og endurnýjum okkar and- lega líf og hugarfar í bæn. Á aðventunni kveikjum við á aðventu- Ijósum og aðventukransi. Stundum verða þessir siðir hversdagslegir og venjulegir. Þess vegna er mikilvægt að staldra við og tala um merkingu þeirra og tengja þá við komu Jesú. Hér á eftir koma nokkrar hugmyndir um hvernig við höfum reynt að gera aðventustundirnar innihaldsríkari í heimilislífi okkar. Við reynum að hafa eina stund í viku þar sem við söfnumst saman í kringum kransinn og lesum, biðjum og tölum um táknmál aðventu- kransins. Fyrsta stundin er þegar við komum saman og útbúum kransinn. Aðventukransinn og táknmál hans Undirbúningur: Einhvern tímann fyrir fyrsta sunnudag i aðventu útbúum við aðventukrans. Þar sem táknmál kransins hjálpar okkur að segja frá þeim boðskap sem jólin flytja okkur má skilja og nota hann á marga vegu. Á kransinum getum við haft greni, bjöllur og annað skraut. Æskilegt er að litirnir i kransinum séu hvítur, gylltur, rauður, fjólublár, rósrauður og grænn. Fjögur kerti, þrjú fjólublá og stundum eitt rós- rautt sem notað er þriðja sunnudag í aðventu, annars öll fjólublá. Þar að auki er eitt hvitt kerti sem við setjum í miðjuna á kransinum á aðfangadagskvöld. Kransinn minnir okkur á að Guð er persónulegur og eilífur, hann er án upphafs og án endis. Hringurinn minnir okkur einnig á hans óendan- legu náð. Grenið minnir okkur á að Guð gaf okkur eilíft og nýtt líf fyrir Jesú Krist. í kransinum er tákn um lífið og þá von sem við eigum í Kristi að hann endurnýi trú okkar á hverjum degi fyrir sinn heilaga anda. Kertin fjögur sem við notum heita mismunandi nöfnum sem við komum að síðar, en þau minna okkur á að Jesús er Ijós heimsins. Þegar Jesús kemur inn í líf okkar flýr myrkrið burt vegna þess að Ijósið er sterkara en myrkrið. Hann lýsir okkur þann veg sem við eigum að ganga, en margir velja annan veg, biðjum því fyrir þeim sem hafa ratað á hinn ranga veg og að þeir mættu sjá það Ijós sem Kristur er. Kertin fjögur tákna ekki bara þá fjóra sunnudaga sem við bíðum eftir jólum heldur lika þær fjórar aldir sem liðu frá spámanninum Malakí og að fæðingu Krists (Matteus). Kertin minna okkur ein- nig á að guðspjöllin fjögur flytja boðskap hans og að boðskapurinn um hann á að hljóma til allra átta. Bjöllurnar á kransinum minna okkur á kristniboð og hvernig við getum tekið þátt í því með bænum og gjöfum. Þær minna okkur einnig á að við eigum að vera kristniboðar í orði og verki. Við eigum að vera bjöllur sem hringja út boðskapinn um allan heim og segja frá hinum góðu fréttum að Jesús sé hinn eini og sanni frelsari. Litirnir i kransinum geta t.d. táknað: Hvítur: gleði, hreinleika, fullkomleika. Gull: dýrð, guðdómleika og konunginn Krist. Rauður: Blóði Krists hefur verið úthellt fyrir misgjörðir okkar og hreinsar okkur af allri synd. Fjólublár er litur aðventunnar og föstunnar og táknar iðrun og undir- búning. Grænn: lífið sjálft, hið eilífa líf, vöxt og þroska. Rósrauði liturinn er tákn gleðinnar.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.