Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 37

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 37
eigum við að gera, lofa hann og tigna. Lesum um „heimsókn vitring- anna“ Matteus 2:1-2, 9-11. Þennan sunnudag ert.d. hægt að láta börnin leika einhverja jólasögu, kannski ykkar eigin börn og vini þeirra. Reynum að fara í heimsókn til vina eða ættingja, sérstaklega þeirra sem eru sjúkir eða eiga ekki heimangengt af ein- hverjum orsökum. Við reynum að tala um hvernig og hvers vegna Jesús er þessi stærsta gjöf Guðs sem við eigum. Undirbúum matinn og setjum upp og skreytum jólatré. Söfnum saman gjöfunum og dreif- um þeim á rétta staði. Aðfangadagskvöld. í kvöld kveikjum við á Krists- kertinu, hvita kertinu í miðjum kransinum. Það minnir okkur á hreinleikann og að Jesús dó sem hinn óflekkaði fyrir okkar syndir og hans blóð hreinsar okkur af allri synd. Hann sigraði dauðann með upprisu sinni og klæddist hvítum skrúða réttlætis. Hann er hið sanna Ijós, sem við söfnumst saman um. Og kertin fjögur; vonin, kærleikur- inn, gleðin og friðurinn lýsa upp hjörtu okkar ásamt hinu sanna Ijósi, Jesú Kristi. Við lesum saman jóla- guðspjallið og setjum Jesúbarnið i jötuna (fæðingarsvið). Aðfanga- dagskvöldi Ijúkum við venjulega með þakkarbæn. Æskilegt er að láta ekki leikinn hætta hér, því það er einnig hægt að halda áfram að vera með aðventu- leikinn og kransinn fram á þrettánda t.d. með að færa vitringana I annað herbergi og færa þá síðan nær jötunni á hverjum degi þannig að þeir eru komnir þangað þann 6. janúar en þá minnumst við þeirra (opinberunarhátíð). Yfirleitt notum við ekki kransinn eftir að jólin hefjast, en það er alveg tilvalið að láta loga á honum fram að þrettánda. Þetta er sá tími sem við getum t.d. notað til þess að biðja fyrir þeim sem sendu okkur jólakort. Þá getum við tekið t.d. 1-3 jólakort á hverjum degi og beðið sérstaklega fyrir þeim fjölskyldum og einstak- lingum sem sendu kortin. Þetta getum við gert t.d. við matarþorðið áður en við borðum saman eða á öðrum tíma. Aðventan er ein af þeim hátíðum kirkjunnar sem hægt er að halda jafnt á heimili, í skóla sem og kirkju. Aðventan er því tími sem við getum notað til að sameina fjöl- skylduna. í okkar huga er aðventan tími sem við hlökkum til, en þessi tími er oft mjög annasamur, ekki síst hjá þeim sem taka virkan þátt í starfi kirkjunnar. Því vill oft spenna og streita einkenna hann. Þess vegna er mikilvægt að reyna að finna ein- hvern afmarkaðan tíma þar sem við stöldrum við og (hugum Guðs orð. Á aðventunni reynum við því að hafa allt í lágmarki svo sem hrein- gerningar og viðhald og þess háttar. Við bara gerum það seinna. Lesandi góður! Við vonum að í þessum fáu orðum um aðventuna hafir þú fundið eitthvað nytsamlegt um það hvernig aðventan geti orðið þér hátíðleg og innihaldsrík. Málfríöur er leikskólakennari en Ragnar Snær æskulýðsfulltrúi. rsk@kfum.is. 37

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.