Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2004, Side 38

Bjarmi - 01.12.2004, Side 38
Bjarma-bros A fremsta bekk Eldri kona var mætt I gömlu sveitakirkjuna í sunnudagsmessu. Vinalegi kirkjuvöröurinn tók á móti henni og hjálpaði henni upp tröpp- urnar aö kirkjunni og leiddi hana inn. „Hvar myndirðu vilja sitja?" spurði kirkjuvörðurinn. „Á fremsta bekk!“ svaraði eldri konan. „Ég held að þú myndir ekki vilja það,“ sagði kirkjuvörðurinn. Eldri konan furðaði sig á þvi og spurði af hverju. „Presturinn er nefnilega svo leiðinlegur,“ sagði kirkjuvörðurinn. Eldri konan leit á hann og spurði hann: „Veistu hver ég er?“ Kirkjuvörðurinn tjáði henni að hann vissi það ekki. „Ég er nefnilega móðir prests- ins!“ sagði hún hvöss við hann. Kirkjuvörðurinn var snar í snún- ingum og spurði á móti: „Veistu hver ég er?“ Eldri konan sagðist ekki vita það. „Það var nú gott!“ sagði kirkju- vörðurinn og dreif sig til baka I and- dyrið. jólahátíðina.„Þetta er flottasta gjöf sem ég hef nokkurn tímann fengið!" „Það erfrábært," sagði frændi hans við hann. „Kanntu annars að spila á hann?“ „Ha, nei, nei, ég spila ekkert á hann,“ sagði Kiddi litli kátur. „Hún mamma borgar mér 100 kall á dag fyrir að spila ekki á hann á daginn og pabbi borgar mér 500 kall á viku fyrir að spila ekki á hann á kvöldin!" aftan á rassinn á honum og viti menn, Jóhann litli fór að gráta og þetta voru svo sannarlega gleðitár í eyrum móðurinnar. Sjúkraliðinn þakkaði sfðan Katrínu fyrir aðstoðina og spurði hana hvað henni fyndist um allt þetta sem hún var vitni að. Katrín litla var snögg að svara og sagði: „Hann átti í fyrsta lagi ekkert að vera að skríða þarna inn, flengdu hann aftur!" Góð jólagjöf „Þakka þér kærlega fyrir raf- magnsgftarinn sem þú gafst mér," sagði Kiddi litli þegar hann hitti frænda sinn í fyrsta sinn eftir "Jæja, éger með góðar fréttir, tölvukerfiö er niöri hjá okkur þannig aö þú þarft ekki aö koma fýrr en á máiiudagnm!" Fæðingin Það var síðla kvölds og Heiða, sem var ólétt af sínu öðru barni, var ein heima með 3 ára dóttur sinni, Katrínu. Allt í einu byrjaði Heiða að fá hríðir og hún hringdi þess vegna [ Neyðarlínuna þar sem maðurinn hennar þurfti óvænt að fara í söluferð út á land deginum áður. Sökum þess að rafmagns- truflanir höfðu komið upp í bænum og viða var rafmagnslaust þá gat einungis einn sjúkraliði mætt á staðinn og aðstoðað við fæðinguna. Það var kolniðamyrkur í húsinu og sjúkraliðinn bað Katrínu litlu um að halda uppi vasaljósi fyrir ofan mömmu sína svo að hægt væri að sjá betur þegar hann tæki á móti barninu. Katrín litla þurfti ekki að láta segja sér þetta tvisvar heldur gerði eins og hún var beðin um. Heiða stóð sig eins og hetja og eftir dágóða stund var hann Jóhann litli kominn í heiminn. Sjúkraliðinn tók hann upp á löppunum og sló létt Hjálpin góða Einn eldri prestur var á gangi niður eina götu þegar hann tók eftir því að litill drengur var að reyna að teygja sig upp í dyrabjöllu á húsi einu þarna í götunni. Bjallan var í raun það hátt uppi að litli drengur- inn gat ekki náð upp i hana þrátt fyrir djarflega tilburði til þess. Eftir að hafa fylgst með litla drengnum um stund þá ákvað presturinn að koma honum til bjarg- ar. Vatt hann sér þá yfir götuna, labbaði upp að drengnum, lagði hönd á öxlina á honum og hringdi bjöllunni fyrir hann. Síðan kraup presturinn niður á kné og leit á drenginn og sagði: „Og hvað gerir maður þá?“ og vonaðist eftir því að drengurinn myndi þakka fyrir aðstoðina. Litli drengurinn svaraði snöggur í bragði: „Nú, við tökum til fótanna," sagði litli drengurinn og stakk af. 38

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.