Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.01.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 03.01.1945, Blaðsíða 1
ALÞYBUMAÐDRIN N XV. árg. Miðvikudaginn 3. Janúar 1945 1. tbl. Hetjudáðirnar miklu Núverandi forsætisráðh. liefir skort annað meira um dagana en orðaforða til að lýsa hugsunum sín- um og tilfinningum,en þó lá honum við þrotum á þessu sviði á Gamal- árskvöld þegar hann ræddi um viðburði síðastl. árs. Var hann svo hátt uppi þegar hannn var að lýsa hetjudáðum niilifandi Islendinga í sjálfstæðismálum þjóðarinnar 17. Júní s. 1. er þeir endurreistu lýð- veldið á Þingvöllum og Alþingi opinberaði sig þríklofið um val fyrsta valdamanns lýðveldisins. Játaði hann að sig bristi orð til að lýsa þeirri öfund, sem síðari kyn- slóðir mundu ala í brjósti fyrir það að við, sem nú lifum,skyldum hafa fengið að leysa þetta glœsilega af- rek af höndum; að maður nú talaði ekki um aðdáunina á okkur hjá komandi kynslóðum fyrir það hvernig við hefðum lagt Dauskinn að lokum. (Ráðh. hafði ekki þessi orð, meiningin virtist sú sama). Þá lækkaði ekki hugarflugið í sambandi við endurreisn lýðveldis- ins . þegar formaður Útvarpsráðs kom í pontuna í árslokin til að þylja annál ársins. Þá varð árið 1944 svo yfirnáttúrlegt og stór- fenglegt í hjarta og huga komandi kynslóða, að börnin mundu blessa það — jafnvel áður en þau yrðu til. Annars lækkaði útvarpsráðs- form. sig óþægilega mikið síðar í ávarpinu. Þá játaði liann að jafn- vel smákvikindin gætu skyggt á stóra hluti, ef þau væru nógu nærri sjáaldri augna vorra. Líka sansað- ist hann á að líklega hefði stofnun lýðveldisins 930 slagað nokkuð upp í hetjudáðirnar 17. Júní s. 1. ekki síst þegar það væri athugað að ekki hefði verið hægt að endur- reisa lýðveldið, ef það hefði aldrei verið stofnað. Miklir menn erum við, Hrólfur minn! LEIKVIÐBURÐUR Leikfélag Reykjavíkur hefir boð- ið leikhópi frá Leikfélagi Akureyr- ar að koma til Reykjavíkur og sýna þar sjónleik. Kostar L. R. förina og allt uppihald Akureyringanna á staðnum. Leikfélagið hér hefir þegið boð- ið og verður farið með Brúðuheim- ilið lil sýninga þar syðra. Mun þessi för ákveðin í lok þessa mán- aðar. Leikfélaginu er sýndur mikill heiður með þessu boði, en skemti- legast hefði verið að geta farið með leik, sem settur væri á leiksvið og leikinn einvörðungu af Akureyring- um, en á því er enginn kostur með svo stuttum fyrirvara sem hér er um að ræða. ...1 GEFIÐ FUGLUNUM! Tíðin er harðneskjuleg. Litlu fuglarnir eru, í fyrsta sinn á þess- um vetri, farnir að hópa sig heim að húsunum. Munið að taka þeim vel og gefa þeim eitthvað að borða. Fuglavinur. Góðar fréttir Eftirfarandi tilkynning hefir blaðinu borist frá utanríkismála- ráðuneytinu, varðandi líðan Islend- inga í Danmörku: „Utanríkismálaráðuneytinu hef- ir borist skeyti frá sendiráði Is- lands í Kaupmannahöfn, dags. 20. Desember. Segir þar að öllum Is- lendingum í Danmörku líði vel, liafi góða atvinnu og séu við góða heilsu“. JÓLABLAÐ Alþýðublaðsins er að þessu sinni eins og oft áður, mjög vandað að efni og frágangi. A kápu er for- kunnarfögur mynd af altaristöfl- unni í Strandarkirkju. Blaðið kost- ar 4 krónur og fæst hjá afgreiðs- unni Lundargötu 5, í Kaupfélagi Verkamanna, Bókaversl. Gunnl. Tr. Jónssonar og Versl. Baldurs- hagi. Nýlega eru látnaar hér í bænuni ekkjan Pálína Guðjónsdóttir Lækj- argötu 11 og frú Ilerdís Finnboga- dóttir, Aðalstræti 76, kona Guð- mundar Guðmundssonar, verka- manns. Samkvæmt skýrslu Slysavanafél. íslands, drukknuðu 83 menn hér við land s. 1. ár og 17 skip, minni og stærri, fórust. Hjónaband. Ungfrú Ingibjörg Stefánsdóltir og Ingólfur A. Guðmundsson frá Siglufirði. ílmb Lo n Inid a a ii vlt cCtj ZA

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.