Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.04.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 24.04.1945, Blaðsíða 1
XV. árg. Þriðjudaginn 24. Apríl 1945 17. tbl. Kosninpnum í KRON, sem svo mikið hefir verið rætt um undanfarið, er nú lokið, og unnu kommúnistar og Sjálfstæðis- menn sameinaðir sigur í öllum deildum félagsins nema þremur. Var opinber samvimia miHi liinna áðurnefndu flolcka eins og í Dags- brún í vetui', þótt Morgunblaðið af- neitaði öllu sanmeyti við hina rauðu riddara. Sigra sína unnu þeir „samein- uðu“ á margvíslegan hátt. Smalað var innA deildirnar alls konar lýð, svo hundruðum manna skifti, til að tryggja kommúnistum völdin í félaginu. í einni deildinni, sem kommar vissu að þeir voru í minni hluta, unnu þeir sigur með því að hafa kosningafundinn í svo þröng- um húsakynnum að þar komst ekki inn nema röskur helmingur cleild- armanna. Svo smalaði kommaliðið sínu fólki inn í húsið áður en fund- artími var kominn, og lokaði svo húsinu. Stóðu um 100 deildarmenn úti fyrir og fengu ekki að kjósa. Þó höfðu kommar og íhald ekki nema 20 atkvæða meiri hluta á fundinum, en fengu samt á þessi 20 atkvæði upp undir 20 fulltrúa!! Þessu líkar og jafnvel verri voru aðfarir þeirra í öðrum deildum í Rvík. í deildum KRON í Hafnar- firði og Keflavík höfðu kommar engan byr. Þetta eru líka bestu deildirnar innan KRON. Juku þær viðskifti sín milcið sl. ár., en heild- arumsetning KRON minkaði frá því sem var árið á undan um tæpa milljón króna — á því ári, sem svo að segja allar verslanir hafa aukið veltu sína að verulegu leyti. Nú vilja þessar deildir ganga úr KRON, og stofna sjálfstæð kaupfé- lög. Líst auðsjáanlega allt annað en vel á stjórníua á félaginu. Þá hljóta þessar síðustu aðfarir konnn únista í félaginu að verða til þess að allir ærlegir menn flytji við- skipti sín burt og félagið borist niður. Ýmsir furða sig á því að Sjálfst. fl. skuli bafa verið að hlaupa er- inda kommúnista í KRON. Þetta er mjög eðlilegur hlutur. Fyrst er það að kommúnistafl. virðist hafa formann Sjálfstæðisflokksins fyrir fótaþurku hvenær, sem hann vill. I öðru lagi sér flokkurinri að með framferði sínu eru kommúnistar að eyðileggja KRON sem hags- munasamtök alþýðunnar í Rvík, en það er einmitt það, sem flokkur heildsalanna og kaupmann- anna óskar eftir. Sá flokkur vill kaupfélögin yfirleitt feig, og hafa litið KRON illu auga allt frá því það reis a legg. Nú sér „heildsala- ldíkan“, sem svo oft hefir verið lasprað í dálkum Þjóðviljans, hina þráðu draumsýn sína hilla upp miklu nær en þeir nokkurn tíma bjuggust við, forsprakka konnnún- ista, þá Isleif, Brynjólf, Einar, Sig- fús, Björn og Stéinþór, standa kóf- sveitta að líkkistusmíði þeirra Iiagsmunasamlaka verkalýðsins í höfuðborginni, sem eitt sinn álti að standa yfir moldum „heildsalaok- ursins.“ Var það nokkur furða þótt þeir viðskiftaslingu menn notuðu hið ágæta tækifæri sem þeim bauðst í KRON, til að leggja keppinautinn að velli? Eins og undanfarin ár, efnir Verklýðsfélag Akureyrar til kvöld skennntunar í Samkomuhúsi bæj- arins 1. Maí. Verður svo til henn- ar vandað að tryggt sé að það verði besta skemmtun dagsins, eins og áður. Nýr snjall ræðumaður kem- ur þar frarn, sem bæjarbúar hafa ekki heyrt til fyr. Þá verða upp- lestrar, kvartettsöngur, kvikmynd, og að lokum dynjandi dans. 1. Maí í ár mun hafa margjallt gildi fyrir verklýðshreyfinguna í Evrópu. Fullsé.ð er að á .þessu ári muni nasismanum steypt af stóli í álfunni og verklýðssaihtökin, sem í mörgum löndum hafa verið hneppt í fjötra, aftur heimta lýð- ræðislegt frelsi sitt. Og vér efumst ekki um, að þau muni rísa á legg aftur öflugri og hyggnari en nokkru sinni fvr. Albúin þ'ess að verða einræðinu aldrei að bráð aftur, hvort, sem það birlist í rirynd nasismans eða kommúriismans. Oa alrirei hefir stærra né veglegra Idutverk beðið verklýðssamtak- anna í heimimun en einnritt nú, að l>yggja upp betri og öruggari heim en áður þekktist, þar sem ófreskj- ur einræðisins verða útilokaðar að fullu og öllu. ÁÆTLAÐ er að þetta verði síðasta blað Al- þýðumannsins, sem gefið verður út í þessari stærð. 1. Maí ’n. k. á blaðið að koma út í helmingi stærra formi og auknu upplagi.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.