Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 06.06.1933, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 06.06.1933, Blaðsíða 5
Aukablað 8. Júli 1933. ALÞÝÐUMAÐURINN 5 lisverkiiðjÉilan. Um fátt er nú meira talað en hina svo nefndu Ríkisverksmiðjudeilu, enda ekki við öðru að búast, þar sem svo mikið er í húfi ef vandræði hljótast af. Pað er fyrir löngu viðurkent, að rekstur verksmiðjunnar ber sig ekki ef greiða þarf 3 kr. fyrir hverja klukku- stund. Þessvegna er það í flestum til- fellum ókleift að starfrækja verksmið- juna yfir helgidaginn. Par sem starfs- tíminn er sjaldan Iengri en 10 vikur, og venjulegast nægilegt hráefni fyrir- liggjandi, er það augljóst mál, að mikla áherslu verður að leggja á það að framleiða sem allra mest. Er það því hverjum manni augljóst, sem eitthvað vill um málið hugsa, að 36 tíma helgi- dagur er verksmiðjunni mjög óhag- slæður. Ríkisverksmiðjustjórnin hefir boðið það til samkomulags, að greiða hxta Verkamannafélagsins að öðruleyti en því, að helgidagurinn yrði stytiur úr 36 tímum niður í 24 tíma, og 4^/a tími af þessari styttingu fétli undir mánaðarkaupið, þannig að þeir menn sem vinna á föstum vöktum, vinni 54 tíma á viku fyrir mánaðarkaupinu eins og allir aðrir verkamenn í bænum, að undanskyldum þeim, sem vinna í bæjarvinnu. — Petta ósamræmi, sem er á /nilli þeirra manna, sem vinna á vöktum og hinna, stafar af því, að þegar helgidagurinn var settur 36 tímar þá voru ekki nema 5 nætur í vikunni, sem féllu undir mánaðar- kaupið í vaktavinnu. Verksmiðjustjórnin fór með þetta mál til verkamannafélagsins, sem hins rétta samningsaðila. En í stað þess að ræða málið með kurteysi og alvöru, var stjórnin ausin illyrðum, og jafnvel hafi við orð að láta hana út úr saln- um, þótt fundurinn væri nokkrum mínútum áður búinn að leyfa henni fundarsetu. Pað var ekki fyr en eftir þennan fund, og einn eða tvo aðra, að verkamenn verksmiðjunnar urðu þess fullvissir, að stjórn verkamanna- félagsins og þeir, sem með henni réðu, voru á góðum vegi með að sigla þessu máli í strand, og þeir tóku ekki málið í sínar hendur fyr en eftir margítrekaðar en árangurslausar til- raunir til þess að fá stjórn verka- mannafélagsins til að líta á það með sanngirni. — Nokkru seinna samþykkti verka- mannafélagið að stytta helgidaginn niður í 24 tíma gegn því, að allir verkamenn verksmiðjunnar yrðu ráðn- ir gegnum ráðningaskrifstofuna, en þar sem forráðamenn verksmiðjunnar munu ekki hafa óskað neitt sérstaklega eftir því, að Aðalbjörn, Gunnar og Pór- oddur, réðu því hverjir ynnu við verksmiðjuna, þá var þessu ekki sint. enda hefir reynslan verið sú með skift- ingu bæjarvinnunnar, að þar hefir liturinn verið tekinn fram yfir rétt- lætið. Vinnustöðvun sú, sem framkvæmd var með ofbeldi við Ríkisverksmiðjuna 1. Júlí, þar sem 58 menn unnu fyrir fullan taxta, var ekki gerð með hag verksmiðjumannanna fyrir augum, held- ur til þess, að reyna að kúga þá til hlýðni við þá menn, sem framkvæmdu stððvunina. Stjórn yerkamannafélagsins hef.r al- veg brugðist skyldu sinni í þessu máli. Hún hefír aldrei skýrt fyrir mönnum um hvað eiginlega er deilt, en hins- vegar ekki sparað sióryrðin. Petta hefir verið kölluð »svívirðileg launa- lækkunarárás* og þeir menn, sem unnið hafa að skynsamlegri lausn deilunnar, nefndir glæpamenn af verstu tegund, og til smekkbætis notuð um þá flest þau illyrði, sem íslensk tunga hefir yfir að ráða. Og ekki nóg með það, heldur hefir formaður félagsins skýrt Alþýðusambandsstjórninni rangt frá ýmsum atriðum. Það er því aug- Ijóst mál, að frá hálfu kommúnista er þetta mál sótt meir af kappi en for- sjá. — Hér er því um tvent að ræða: taxta verkamannafélagsins eða samn ng þann, sem verkamennirnir gerðu við verk- smiðjusfjórnina. Pað er því rétt að taka hvorttveggja til athugunar. Sé kaup þeirra manna, sem fyrir lágmarkslaun vinna á föstum vöktum, reiknað eftir taxta verkamannafélagsins, verður útkornan þessi yfir vikuna: Mánaðarkaup...............kr 75.00 Eftirv. 3 tímar í 5y2 sólarhr. = 16V* tími á 1,80 . . - 29.70 Kr. 104,70 ~ Pat að auki er greitt 3 kr. fyrir hvern tíma, sem unr.inn er i helgidaga- vinnui Verksmiðjan bræðir 2300 mál á sólarhring = 12650 mál á viku. Slöðvuð í 36 tíma. Sé kaupið greitt eftir samkomulagi því, sem verkamennirnir og verk- smiðjustjórnin hafa komið sér saman um, verður upphæðin yfir vikuna þessi: — Mánaðarkaup..............kr. 75.00 Eftirv. 3 tfmar í 6 sólarhr. = 18 tímar á 1,80 . . — 32,40 Kr. 107,40 Helgidagavinna 3 kr. á tímann, — Verksmiðjan bræðir 13800 mál yfir vikuna, stöðvuð yfir helgidaginn, 24 tíma. — Miðað við 10 vikna starfstíma verö- ur útkoman þessi: Taxtinn: Kaup kr. 1047,00. Keypt síld 126500 mál á kr. 3,00. = kr. 379500,00, - Samkomulagið; Kaup kr. 1074,00. Keypt sild 138000 mál á kr. 3,00 = kr. 414000,00. Par að auki helgidagavinna og önn- ur aukavinna, sem er nokkurn veginn jafn mikil, hvort sem verksmiðjan er stöðvuð í 36 eða 24 tíma. Kommúnistar reyna að slá á veika strengi hjá sjómönnum. og ætfa á þann hátt að ná þeim inn í sínar her- búðir. Hér á Siglufirði hat'a veik þeirra í garð sjómanna talað svo ár- um skiftir, og hefi ég áður skrifað um það mál í Alþýðublaðið. Nú eru verkin byrjuð að tala á ný. Pað er lagt verkbann á tryggasta og besta atvinnufyrirtækið í bænum. Eiua at- vinnufyrirtækið, sem tryggir verkamönn- um tveggja mánaða vinnu, og með þvt reynt að koma í veg fyrir, að sjó- menn geti selt síld til verksmiðjunnar fyrir 34500 krónum meira en ella, og svo er hrópað út um alt landið og sjómenn eru beðnir að stánda með kommúnistum í þessari deilu !! Pað er lagt verkbann á sarna atvinnufyrir- tæki og 58 menn reknir frá vinnu, sem greidd er samkvæmt tfxta, og með því reynt að knýja það í gegn, að verkamennirnir fái nokkrum krónum minna á viku en þeir hafa sjálfir sam- ið um. Til þess að gera mennina á- nægða með þessar dásamlegu ráð-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.