Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 06.06.1933, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 06.06.1933, Blaðsíða 6
6 ALPYÐUMAÐTjRINN stafanir, er þeim lofað fullu kaupi á meðan verkbannið stendur yfir, þó vitanlegt sé, að kommúnistar hvorki geta né vilja halda það loforð. Nú stendur það til að Ríkisverk- verksmiðjan og verksmiðja Dr. Paul verði starfraektar sameiginlega. f báð- um verksmiðjunum koma til með að vinna um 100 menn. Pegar stjórn verkamanna félagsins hafði sýnt van- mátt sinn tij skynsamlegrar lausnar málsins, sömdu verkamennirnir sjálfir. Pá lætur stjórnin gæðinga sína, 50 til 60 að tölu, samþykkja að stöðva þessa 100 menn með valdi. Stöðvun hefir þegar farið fram sökum þess, að verkamenn verksmiðjunnar vilja í lengstu lög, komast hjá því að reka þessa vesalinga burt með valdi. Kommúnistar balda því óspart fram, að verkamennirnir hafi verið kúgaðir til þess að undirskrfa samninga við verksmiðjuna. Petta er ekki rétt. Svo miklu get ég lofað, að engir af þeim, sem þegar eru ráðnir við Ríkisverk- smiðjuna, skulu tapa plássum sínum fyrir það, að segja satt og rétt frá. Pessvegna skora ég á stjórn verka- mannafélagsins að leggja fram skriflega og vottfasta yfirlýsingu 5 til 10 manna um það, að þeir hafi verið kúgaðir til þess að undirskrifa samningana. Að ég tek það sérstaklega fram, að yfirlýsingin e'gi að vera vottföst, kem- ur til af því, að stjórn verkamanna- félagsins hefir áður sýnt mjög góða hæfileika í því, að falsa samþyktir fé- lagsins og gæti því eins falsað þessa yfirlýsingu, þótt til þess þurfi talsvert meiri lægni. í byrjun deilunnar héldu kommún- istar því fram, að sjálfsagt væri að fara eftir því, sem verksmiðjumennirnir vildu sjálfir, en er þeir voru búntr að taka sína afstöðu var sjálfsagt að fara ekkert eftir því. Á hverjum fundi, sem haldinn er í verkamannafélaginu, segja sig fleiri eða færri úr félaginu. Nú hafa komm- únistar tekið það ráð, að lesa ekki úrsagnirnar upp, eins og venja hefir verið áður. Pegar einn verkamann- anna spurði formann félagsins eftir því, hversvegna úrsagnirnar væru ekki lesnar upp, fékk hann það svar, að það kæmi honum ekkert við. Pannig er það á öllum sviðum. Á Siglufirði býr maður, sem heitir Hjálmar Kristjánsson, viðurkendur sómamaður. Á næst síðasta fundi verkamannafélagsins sagði hann sig úr félaginu, og hefir kvittun fyrir þvf, að hann sé skuldlaus. Kommúnistar neit- uðu að taka úrsögn hans gilda. Svo var fundur haldinn Sunnudaginn 2. Júlí. Pangað kom Hjálmar til þess að grenslast um, hverju það sætti, að úrsögn hans var ekki tekin g Id. For- maður og ritari félagsins tóku hann tali og báðu hann að taka úrsögnina aftur, en þegar það fékst ekki, var samþykt að reka hann úr félaginu. Verkamenn Rikisverksmiðjunnar eru ekki þeir einu, sem stjórn verkamanna- félagsins hefir kúgað til andstöðu við s'g. °g Þeim fjölgar altaf dag frá degi, Kommúnistar hafa ekki afskift mig þegar þeir hafa skammað andstæðinga sína. Pað er mér ánægja að fá andóf frá þeim lýð. Peir hafa einnig sagt það, að sem frambjóðanda Alþýðu- flokksins, við í hönd farandi alþingis- kosningar, væri afstaða mfn til Ríkis- verksmiðjunnar óhyggileg. Ég geng þess ekki dulinn, að þau atkvæði, sem aðeins eru fáanleg gegn því skil- yrði að frambjóðendurnir geri sig að fíflum, fal'a öll i hlut kommúnistanna. Siglufirði, 3. Júlí 1933. Jóhann F. Guðmundsson. Úr bæ og bygö. Hjálpræðisherinn. Samkomur á morgun. Helgunarsamkoma kl, 10,30 árdegis. Barnasamkoma kl. 2‘ Hjálp- ræðissamkoma kl. 8,30 síðd. Kapt. Hilmar Andresen og lautinant Sidny Turner tala. Allir velkomnir. Frambjóðendurnir halda framboðs- fund kl. 4 síðdegis á morgun f Sam- komuhúsinu. Alþýðufólk ætti að fjöl- menna þangað. Síldarskipin eru nú öll lögð út. Undanfarna daga hafa nokkur skip komið með síld til Siglufjarðar, sem þau hafa veitt vestur á Húnaflóa. »Víkingarnir< frá Reykjavík hafa enn ekki getað kept við íþróttafélögin hér, vegna lasleika i liðinu. Ármenningar Tll minnis fyrir verkalýíinn á Akureyri. í fyrra samdi Verkamannafélag Akureyrar og Verkakvennafélagið »Eining* við atvinnurekendur hér, þar sem fiskverkendum var leyft að ráða stúlkur fyrir kr, 30,00 á viku við fiskverkun (eða 50 aura á kl.st.) og akkorð við fiskþvott var afnum- ið. Síðastliðið vor fékk Verklýðsfél. Akureyrar fiskverkunarkaupið hækk- að úr áðurnefndum 50 aurum upp l 70 aura á kl. st. og akkorö á fisk- þvotti tekið upp aftur, og gefur það á fiskþvottinum konunum, sem hann stunda, 4 til 6 kiónum hærri dag- laun nú en þær fengu í fyrra eítir samningi Verkamannafélagsins og »Einingar« við atvinnurekendur þá. Verklýðsfél. Akureymar hefir einn- ig fengið kaup fólksins, sem síldar- vinnu stundar, hækkað frá þvi sem Verkamannafél. og »Eining« sömdu um við síldarsaltendur í fyrra, eins og hér segir: Helgid.kaup karlm. um kr. 0,50'á kl.st. Eftirv.kaup —----------0,10 - — Dagvinna kvenna — — 0,05 - — Söltun síldar (alm.) — — 0,05 - tn. Magadr. síldar — — 0,15 - — Flokkun — - 0,30 - — Rétt er fyrir verkaíólkið að at- huga þetta þegar leiguþý íhaldsins eru að svívirða Verklýðsfélag Akur- eyrar, og búa til lygasögur um það og einstaka menn úr félaginu. sýndu leikfimi á íþrótfavellinum í gærkvöldi. — Messað í Akureyarkirkju kl. 2 á morgun. Safnaðarfundur á eftir messu. Væntanlegur er hingað síðari hluta þessa mánaðar leikflokkur frá Reykja- vík, Fer flokkurinn víða um land í sumar og sýnir þrjá smáleiki. í flokkn- um eru margir af bestu leikurum höf- uðstaðarins. f greininni »Til minnis fyrir verka- lýðinn á Akureyri*, sem birtist f 35. og 37. blaði. er sú prentvilla, að sagt er að greiða eigi 50 aura fyrir flokk- un síldar, en á að vera 30 aura. Petta er verkafólk beðið að aðgæta.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.