Heilbrigðismál - 01.01.1961, Blaðsíða 1

Heilbrigðismál - 01.01.1961, Blaðsíða 1
FRÉTTABREF UM HEILBRIGBISM4L T (,10. S Hci 9. árgangur . Janúar-febrúar 1961 . 1. tölublað ÁVARP Fréttabréfið hefur ekki komið út síðan í desember 1957, svo að það hefur legið niðri i 3 ár. Vegna anna og fjarvista hef ég haft lítinn tima til þess að anna því og hefur stjórn krabbameinsfélags íslands lengi ver- ið á linotskóg eftir lcekni til að taka það að sér. Loks liefur það tekizt og liefur Baldur Johnsen tekið við ritstjórninni frá s. I. ára- mótum. Fréttabréfið mun eftir sem áður verða málgagn Krabbameinsfélags íslands, og mun öllum meðlimum krabbameinsfé- laganna verða sent bréfið. Fyrst um sinn er ákveðið að það komi út 4—6 sinnum á ári. Ritstjórinn, Baldur Johnsen lœknir, er löngu landskunnur fyrir áhuga sinn á heil- brigðismálum, og hefur hann sérstaklega fengizt við athuganir á manneldi íslendinga og beitt sér fyrir hollustuliáttum á því sviði. Efast ég ekki um að honum muni farast vel úr hendi ritstjórnin <og vonast. til að frétta- bréfið megi verða nokkur sambandsþráður milli stjórnar Krabbameinsfélags íslands og meðlima þess. NIELS DUNGAL FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL EFNISYFIRLIT 1. Ávarp fyrrv. ritstj. próf. Niels Dungal. 2. Framtíð Fréttabréfsins — Baldur Johnsen. 3. Yfirlit yfir starfsemi Krabbameinsfélags íslands og deilda innan þess 1955—1960. 4. Nýjustu rannsóknir á orsökum krabbameins. 5. Reykingar orsaka marga sjúkdóma. 6. Ástæða til bjartsýni. Framtíð Fréttabréfsins Undirritaður, sem nú tekur við ritstjórn fréttablaðsins telur fulla ástœðu til að þakka prófessor Níels Dungal fyrir gœfuríka rit- stjórn fréttabréfsins frá upphafi. Blaðið hefur notið rithæfni Dungals, vis- indalegrar sérþekkingar, hugmyndaauðgi og víðsýni, og ég held ég megi segja, ýkju- laust, lilotið miklar vinsœldir. Það fundu það allir, sem fylgdust með fréttabré.finu frá byrjun, að þar var kom- inn sterkur lilekkur i frœðslukerfi lieil- brigðismálanna, og góður stuðningur i bar- áttunni við hina skœðustu sjúkdóma, eins og krabbameinið. Hversu vel sem visindin kunna að hafa undirbúið herferð gegn tilteknum sjúk- dómum, með hœfum lœknum og hjúkrunar- liði, þá kom það fyrir litið, ef almenningur fékk ekki skilnjng á verkefninu og tcekifæri til að fylgjast með í uppbyggingu barátt- unnar. Sem dæmi má nefna liina árangursriku baráttu gegJi sullaveikinni hér á landi. Það gera sér vist. fáir íslendingar nú i hugarlund 1 LANQSBDKÁSAt'N i 240226

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.