Heilbrigðismál - 01.01.1961, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.01.1961, Blaðsíða 4
Nýjustu rannsóknir á orsökum krabbameins Grein þessi segir frá sérstakri veiruteg- und,sem orsakar margar krabbameins- tegundir i tilraunadýrum. Hér er um að rœða mjög merkilegar rannsóknir, sem gœtu skýrt ýms atriði í sambandi við vöxt krabbameins almennt, og meðal annars gefið vonir um ónœmis- aðgerðir sem einn lið í krabbameins- vörnum. % I Sú var tíðin, já raunar strax á tímum Pasteurs, að lialdið var, að sérstakar sótt- kveikjur eða bakteríur orsökuðu krablta- mein, eins og ýmsa aðra mannskæða sjúk- dóma. En þrátt fyrir margar og miklar rann- sóknir, þar sem fylgt var eftir ýmsum bakt- eríum, sem fundust á æxlum eða með þeim, þá kom fyrir ekki. Þar reyndist alltaf vera um að ræða skaðlausa fylgifiska. Þá gáfu menn að mestu upp á bátinn sýklakenninguna, enda komu þá ný atriði fram í dagsljósið, sem talin voru kraltba- meinsorsakir, svo sem ýmiss konar erting, mekanisk, af röntgengeislum, sólbruna og sérstökum efnasamböndum, o. s. frv. Margir héldu nú, að um væri að ræða breytingar í sjálfri frumunni, sem þó hæf- ust aðeins fyrir einhver ytri áhrif, fyrir einhver utanaðkomandi áhrif, óbein, þar sem frumorsökin þó aldrei kæmist inn í sjálfa frumuna. Þar með mátti segja, að sýklakenningin væri bannfærð með örfá- um undantekningum, þar sem um tilteknar veirur var að ræða. II Á allra síðustu árum hefur sýklakenning- in aftur skotið upp kollinum, þar sem vírus nokkur eða veira hefur fundizt, sem mjög er skæð, og sannazt hefur að valdi krabba- meini í tilraunadýrum, og það meira að segja mörgum krabbameinstegundum. Veira þessi hefur verið nefnd polyoma-veir- an. Þá þegar árið 1908 tókst vísindamönnum að smita fugla af blóðkrabba úr öðrum fuglum, með því að dæla inn í þá blóð- vökva, sem síaður hafði verið um fíngerð- ustu sýklasigti. En það var þó ekki fyrr en árið 1932, að það tókst að smita spendýr á sama hátt með veiru úr meinlausum æxlum villtra kanína, en á tilraunadýrum olli veiran illkynja æxl- um. Loks hafði svo árið 1936 tekizt að finna og einangra sérstaka krabbameinsveiru í til- teknum, mjög einhæfum tilraunamúsum. Árið 1951 gerði Ludwig Gross tilraun til að smita nýfæddar mýs með blóðkrabba úr öðrunt músum, og tókst það; en við þær tilraunir kom einnig í ljós, að við sérstök skilyrði kom eigi aðeins fram áður nefndur blóðsjúkdómur lieldur og illkynja æxli í öðrum líffærum, svo sem munnvatnskirtl- um og nýrnahúfum. Tilraunir þessar bentu til, að hér myndi vera um fleiri veiruteg- undir að ræða en í uppliafi var ætlað, sem framkölluðu margvísleg æxli, og mætti ef til vill hugsa sér, að svipað gilti um æxlis- vöxt í mönnum. Með þessa kenningu fyrir hugskotssjón- um tók Sarali E. Stewart, sem sérstaklega hafði lagt fyrir sig rannsóknir á smá lífver- um, upp þráðinn þar sem Gross sleppti með FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGtílSMÁl. 4

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.