Heilbrigðismál - 01.01.1961, Qupperneq 7

Heilbrigðismál - 01.01.1961, Qupperneq 7
Loks má ekki gleyma hjartasjúkdómum, svo sem kranzæðastíflu, þar sem tóbak get- ur verið lífshættulegt. Sameiginlega berklaráðið brezka leggur mikla áherzlu á og brýnir sérstaklega fyrir yfirvöldunum, að hér sé um hið örlagarík- asta vandamál að ræða, og telur, að ekki sé nóg að gert til að vernda almenning fyrir þessum vággesti. Er ekki full ástæða til að spyrja, hvort það geti verið í sanrræmi við almennings- heill, að leyfa ótakmarkaðar skrumauglýs- ingar um ágæti tóbaks, þ. e. efnis, sem sann- að er, að sé skaðlegt fyrir lieilsu manna? Þess má einnig geta, að sendur hefur ver- ið út spurningalj.sti til lækna, sem vinna við lækningastofnanir fyrir lungnasjúkdóma og Iteilsuhæli og spurt um reykingavenjur þeirra, og kom í ljós, að meiri Iiluti lækn- anna sýndu sig ekki með vindlinga í vinnu- tímanum. Heimildir; British Med. Journal. 8. okt. 1960. ÁstæSa til bjartsýni. Þótt árangur í krabbameinsrannsóknum sé víða nokkuð fjarlægur, þá hefur þó ýmis- legt komið í ljós á seinni árum og ýmsar óyggjandi niðurstöður fengizt, sem menn hafa rnáske ekki notað sér nægilega vel í baráttunni við krabbameinið. Þegar um er að ræða, að koma í veg fyrir krabbamein, þá vitum við, að með því að leggja niður sígarettureykingar almennt, þá er hægt að fækka lungnakrabbatilfellum um 60%, og Joýðir það ekki svo fá mannslíf. jafnvel ltérna í fámenninu hjá okkur. Við- ltótarfækkun á lungnakrabbatilfellum væri liægt að fá með því að beina athyglinni að hreinsun andrúmsloftsins, og sérstaklega að reyna að hafa áhrif á reykjarsvæluna frá hin- um fjöhnörgu bifvélum. Tilfellum lijarta- sjúkdóma myndi og töluvert fækka. Við greiningu krabbameins er ennþá ekki nægilega notuð sú vitneskja og möguleikar, sem fólgnir eru í frumurannsóknum hjá konum. Raunverulega væri takmarkið þar, að allar konur á ákveðnu aldursskeiði létu fara fram slíka rannsókn. Rannsóknarað- ferðirnar, sem þar eru notaðar, eru að vísu nokkuð tímafrekar og enn eru slíkar rann- sóknastöðvar of fáar, en hugsanlegt væri að breyta fyrirkomúlaginu þannig, að hægt væri að senda frumusýnishorn til rannsóknar úr fjarlægum landshlutum til miðstöðvar eða aðalstöðvar eins og er t. d. hér í Reykjavík. Þarna eru möguleikar, sem eftir er að full- nýta og áreiðanlega gætu sparað mörg mannslíf, því að krabbamein, sem aðeins finnst við frumurannsókn, er að jafnaði læknanlegt. Þegar um meðferð krabbameins er að ræða, kann að vera þörf fyrir víðtæka rann- sókn á árangri ýmsra aðgerða. Það er full ástæða til að endurskoða aðgerðirnar við brjóstakrabba með tilliti til þess, hvort raunverulega fáist bezti árangur með hin- um stærri eða stærstu aðgerðum þegar á allt er litið. (Skimkin, M. B., cl al.: Surg. Gynec. & Obst. 94: 645— 661. 1952 Smith, S.S., and Meyer, A. C.: Ain. J. Surg. 98: 653-656, 1959). r--------------------------------------------------------------------------------------\ Frá Happdrætti Krabbameinsfélags Reykjavíkur HaþþdrrcttismiÖar fiist a eftirtöldum stöðum: Aðalútsala í skrifstofu krabbanieinsfélaganna i Blóðbankanum við Barónsstíg; Austurstræti 9 (Ferðaskrifst. Úlfars) milli 2 og 6 dagl.; í öllum apótekum í Rcykjavík og Kópavogi nema Iðunnar- og Laugavegs Apóteki. í biðskýlunum 5 Kó]>avogshálsi, Laugarásvegi, Suðurgötu (og Hjarðarhaga); Lækjarbúðinni við Laugarnesveg; Verz. Ólafs Guðnasonar Miðtúni 38; Verzl. Hraunholti Garðahreppi; Afgreiðslu Morgunbl. MiSinn kosiar aðeins 25 kr. — Dregið 10. marz 1961. V--------------------------------------------------------------------------------------/ Fréttabréf um heilbrigðismál 7

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.