Heilbrigðismál - 01.03.1961, Blaðsíða 1

Heilbrigðismál - 01.03.1961, Blaðsíða 1
FRÉTTABREF UM IIEILBRIGÐISMÁL 9. árgangur . Marz-april 1961 . 2. tölublað Hín nýju penisillinlyf Fram á miðja 19. öld mátti segja, að menn vissu ekkert um orsakir sjúkdóma, og í samræmi við það voru lækningar æði handahófskenndar. En á seinni hluta aldarinnar, eftir að gerð hafði verið notliæf smjásjá, fundu menn smámsaman orsakir margra farsótta, eða næmra sótta, en í þeirri leit höfðu þeir Pasteur og Kock forgöngu. Þegar þannig höfðu fundizt ýmsir sýklar, senr sannanlega voru valdir að tilteknum sóttum, þá var strax liafizt handa urn að leita að efnum, sem gætu drepið sýklana, jafnvel þótt komnir væru inn í líkamann, og þannig læknað sjúkdóminn. Efnafræðingarnir voru sérstaklega hrifn- ir af þeirri hugmynd, að takast mætti að finna sérstakt lyf við sérhverjum sjúkdómi. 19. öldin átti þó eftir að líða án þess nokkurt slíkt efni kæmi fram, sem hefði raunhæfa þýðingu, þótt sótthreinsandi efni liefðu fundizt, sem hægt var að beita utan líkamans. En skömmu eftir aldamótin tókst Páli Ehrlich að finna lyf við sárasótt, eftir þrot- lausa leit með tilraunum, í sérstökum flokki efna, arsenflokknum. Þetta lyf var salvarsan, sem olli aldahvörf- um í kynsjúkdómalækningum. EFNISYFIRLIT 1. Hin nýju penisillínlyf. 2. Nýstárleg aðferð til að útrýma meindýrum. 3. Djöflarnir í dalnum. 4. Farsóttir á íslandi 1961. 5. Carl Linneus og bjórstofan í sjúkrahúsinu. 6. Frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Eftir þetta afrek leið langur tími þangað til næsta sérhæfa sýklalyfið fannst. Það var ekki fyrr en árið 1928, að Alex- ander Flemming hinn brezki, uppgötvaði penisillinið, sem þó fékk ekkert raunhæft gildi fyrr en í byrjun síðustu lieimsstyrjald- ar, en Jrá var ekkert til sparað í leitinni að sýklaskæðu efni, sem ráðið gæti niðurlögum graftrar- og bólgusýkla, sem Jnifust vel á vígstöðvunum. Og penisillínið gerði miklu meira en að uppfylla þær vonir, sem menn, í upphafi, höfðu gert sér um gildi Jress. Rétt áður, fyrir stríðið, ltöfðu súlfalyfin komið fram á sjónarsviðið, en ]>au höfðu töluvert víðtækar verkanir og gerbreyttu lækningamöguleikauum á lungnabólgu og graftrarsóttum. Þannig voru, við lok fjórða tugs þessarar aldar, komin fram lyf, sem höfðu víðtæk sýklaskæð áhrif, og hafði Jrá hinn gamli draumur efnafræðinga og lækna 19. aldar- innar loksins rætzt, að nokkru. Og nú Jrótti vel hæfa að setja markið það hátt, að takast mætti að finna eitt efni, sem drepið gæti alla sóttarsýkla. Þótt þessi draumur hafi ekki rætzt, og fréttabréf um heilbrigðismái. 1

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.