Heilbrigðismál - 01.03.1961, Blaðsíða 2

Heilbrigðismál - 01.03.1961, Blaðsíða 2
muni tæplega rætast, þá varð þetta þó upp- haf nýs tímabils í læknisfræðinni, tímabils hinna sýklaskæðu efna. Um 1950, eftir aðeins 10 ár, höfðu 10—12 ný sýklaskæð efni bætzt í hópinn, gegn nær öllum hinum þekktu bakteríum og mÖrg- um veirum. Mátti segja, að þar væri komið álitlegt vopnabúr í baráttuna við sjúkdóma manna og dýra. Penisillín var áfram bezta lyfið gegn keðju og- klasasýklum, sem valda ígerðum, bólgum, blóðeitrun og hefur nú leyst af hólmi salvarsanið, sem bezta lyf við sára- sótt. Streptómýsín var bezta lyfið við berklum o. fl. og klórómýsetín gegn taugaveiki og blóðsótt. Tetrasýklínlyfin voru ágæt við mörgum lungna-, þvagfæra- og meltingarfærasjúk- dómum. Sýklarnir hefja gagnsókn Þegar öll þessi ágætu lyf höfðu verið í notkun um tíma, fór að bera á því, að áhrif þeirra voru ekki eins gagnger og í fyrstu. Og þar kom, að sumar sýklategundir, sem áður stráféllu fyrir lyfjunum voru alveg orðnar ónæmar, og jafnvel skæðari en áður. Þessir sýklar höfðu búið sér til vamar- hjúp, sem lyfin unnu alls ekki á. Þetta var ekki ósvipað því, sem átti sér stað í baráttunni við ýmiss meindýr. Sum- ar flugna- og lúsategundir urðu ónæmar fyrir skordýraeitri, sem í fyrstu hafði nærri þurrkað út heilu stofnana. Stundum tókst að finna ný sýklaskæð efni þegar þau eldri urðu gagnslaus, eða gagns- lítil. En einn sérstæður stofn var liinn erfið- asti viðfangs, og var þar um að ræða mjög skæða graftrar- eða ígerðarsýkla (staphyloc- occus aureus), og var hér hið alvarlegasta mál á ferðinni. Sjúkrahúsin urðu einkum 9 fyrir barðinu á sýklum þessum. Sýklarnir tóku sér bókstaflega bólfestu á sjálfum sjúkraliúsunum og í starfsfólki þeirra, þar sem þeir loddu við húð og föt og földust í hálsi og neíi, og komust þaðan, að óútreikn- anlegum leiðum, í sár uppskurðarsjúklinga og háls og lungu viðkvæmra barna, þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir. Margir, sem vit höfðu á, urðu nú alvar- lega hræddir um, að þannig'ætti eftir að fara um marga aðfa sýkla, ef ekki væri beitt ýtrustu varúð í notkun liinna sýklaskæðu efna, og þau alls ekki notuð í óhóli. Það má t. d. teljast ábyrgðarlaust glapræði, að ausa þessum sterku lyfjum í sjúklinga með vægt kvef, eða annað því líkt, sem venju- lega batnar af sjálfum sér á nokkrum dög- um. En aðeins gegn klasasýklunum skæðu, stóðu menn alveg ráðalausir, þar til á síð- astliðnu ári, að allt í einu rofaði til. Það tókst reyndar á árinu 1960 að fram- leiða nýtt efni, sem gat ráðið við hinar sterku varnir klasasýklanna. Þetta var að vísu ekki nýtt efni, heldur hið gamla góða penisillín, að stofni til, að- eins með smávægilegum breytingum á hlið- arkeðjum, til að mæta varnarkerfi sýkl- anna. Það má rækta mismunandi penisillín með því að fóðra myglusveppana á mismunandi fóðri Þessi uppgötvun átti eftir að hafa víð- tækar afleiðingar. Það var raunar vitað, að penisillín það, sem Alexander Flemming uppgötvaði 1928, var samsafn margra penisillíntegunda, eða annarra skyldra efna, af framleiðslu penis- illínsveppsins. Öll þessi efni eru byggð upp úr samskonar kjörnum, en með óh'kum hliðarkeðjum. Við venjulega tilraunastofuræktun komu FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.