Heilbrigðismál - 01.03.1961, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.03.1961, Blaðsíða 5
Djöflamír í dalnum í stórum dráttum má skipta sjúkdómum í 2 aðalflokka. í öðrum flokknum verða sjúkdómar, sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða koma í veg fyrir á raunhæfan hátt. í hinum flokknum eru sjúkdómar, sem hægt er að koma í veg fyrir tiltölulega auð- veldlega, með ónæmisaðgerðum, Iirein- lætisráðstöfunum og hollu matarræði o. s. frv. í hinum svokölluðu menningarlöndum sjást nú varla sjúkdómar úr síðari flokkn- um á sjúkrahúsum, svo að hægt er að nota sjúkrarúmin fyrir sjúklinga með sjúkdóma, sem þurfa handlæknisaðgerða við, eða sér- fræðilegra rannsókna og meðferðar. Það eru ekki meira en 20 ár síðan berkl- arnir tóku meira en helming legudaganna á sjúkrahúsum hér á landi. Áður liafði taugaveikinni verið útrýmt. Ginklofinn var kveðinn niður liér fyrir meira en 100 árum, en hann fyllti sjúkraúm fyrstu fæðingarstofnunar landsins í Vest- mannaeyjum. Þar sem þróun heilbrigðismála er skammt púpurnar úr yfirborði jarðvegsins með sér- stökum tækjum, og klekja þeinr síðan út innan veggja rannsóknarstofnananna. Það virðist ekki úr vegi, að beita aðferð þessari í baráttunni við fleiri skordýr, sem, eins og kunnugt er, valda óskaplegu tjóni víða um heim, og þá þyrfti ekki lengur að ausa eitrinu yfir allt og alla, og drepa þann- ig saklausu skordýrin og jafnvel nytjadýr, til þess að ná til skaðræðisdýranna og þó naeð vafasömum árangri, þegar í lilut eiga ýmsar sterkbyggðar bjöllutegundir og blað- lýs, sem víða valda óskaplegu tjóni. Heimildir: Scientific American. Oct. 1960. fréttabréf um heilbrigðismál á veg komin, er aðstaðan allt önnur, og ekki gott að vita fyrir fiam, livaða sjúkdómar muni fylla sjúkrahús þau, sem byggð kunna að verða, sérstaklega á það þó við í þeim löndum þar sem lítil heilbrigðisþjónusta hefur verið fyrir í vanþróuðum löndum. Þannig fór nýlega í hinum frjósama Artibo- nitedal á eyjunni Haiti. Þar var fyrir skömmu reist sjúkrahús, sem átti að vera einskonar minnismerki um Al- bert Scweitzer. Sjúkrahúsið var búið nýtízku tækjum og átti að sinna aðkallandi liandlæknisaðgerð- um, sem mikil þörf var fyrir og ýmsum rannsóknum og sérfræðilegri meðferð. En sjúkrahúsið kom ekki að tilætluðum notum, vegna þess að það fylltist af sjúkl- ingum, með sjúkdóma, sem auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir og alls ekki voru ætluð sjúkrarúnr fyrir. Það þótti tíðindum sæta, að þegar á fyrstu mánuðum ársins 1960 höfðu komið á spítal- ann 37 börn með ginklofa (stífkrampa smá- barna) og var þar um að ræða fjölgun frá fyrra ári.1 Var nú farið að rannsaka ástandið nánar í dalnum góða á Haiti, og var talað við meira en 200 mæður. Kom þá í ljós, að af 2109 nýfæddum börn- um lifðu aðeins 809, eða rúmur þriðjungur og eftir lýsingum að dæma af liegðun sjúk- dómsins, leit helzt út fyrir, að börnin hefðu öll dáið úr ginklofa. Mæðurnar voru orðnar sannfærðar um, að ekki einu sinni hin hraustustu börn gætu lifað í dalnum, því að djöflar og púkar tækju sér bóll’estu í þeim nýfæddum, svo að þau fengju ákafa krampa, sem leiddi þau til dauða á nokkrum dögum. Svona getur þekkingin stundum verið lengi á leiðinni. i) Eins og áður var á minnzt hafði tekist, með hrein- lætisráðstöfunum, að útrýma sjúkdómi þessum, i Vest- mannaeyjum, sfðasta vfgi hans á íslandi þegar fyrir 100 árum.

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.