Heilbrigðismál - 01.03.1961, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.03.1961, Blaðsíða 7
Frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur Aðalfundur Reykjavíkurdeildarinnar var haldinn í I. kennslustofu Háskólans hinn 20. febr. 1961 og voru þar afgreidd liin venjulegu aðalfundarstörf. Formaður flutti skýrslu stjórnarinnar og gat þess, að auk hinnar almennu starfsemi, hefði starfið verið nær eingöngu að safna fé, og í því sambandi sá Reykjavíkurdeildin um alla framkvæmd á merkjasölu á upp- stigningardag sl., en deildirnar úti á landi sáu um merkjasöluna hver á sínum stað. Hún gaf félaginu tæpar 22 Jrús. kr. í sinn hlut. í nóvember var hleypt af stokkunum happdrætti sem lauk 10. marz sl. og gekk framar öllum vonum, eða allir rniðar seld- ust upp, út voru gefnir 20. Jrús. miðar. End- En stutt sjúkrahúsdvöl hafði samt nægt hinum áhugasama nemanda til að afla sér efnis í doktorsritgerð, en hún ljallaði um sérstaka tegund hitasóttar. Hann fór síðan til Harðvíkur í Hollandi, innritaði sig í háskólann þar, birti ritgerð sína, var prófaður og útnefndur doktor í læknisfræði. Nafnbótinni fylgdi gullhringur, hár silki- hattur og skrautritað prófvottorð, eða diplóm. Þrem vikum seinna gaf Linneus svo út fyrstu útgáfu af hinu merka riti sínu, sem áður er nefnt, og snéri sér síðan að lækn- ingum um skeið. Árið 1741 losnaði loks starf við hæfi Carls Linnae, en Jrað var kennarastóll í náttúru- fræði og læknisfræði við háskólann í Upp- sölum í Svíþjóð, og lékk hann ]>á tíma og tækifæri til að helga sig aðaláhugamáli sínu náttúrufræðinni. Heimildir: Linneus and Darwin. What delights a man. eftir Gillian Edwards. The Practitioner. May 1960. FRÉTTABRÉF UM HEII.BRIGÐISMÁL anlegt uppgjör er ekki komið ennþá. Má segja, að starfsemin hafi snúizt mest megnis um happdrættið, undirbúning Jress og fram- kvæmd. Almenningur tók þessu sérlega vel og voru margar hjálparhendur réttar fram í Jressu sambandi, og vill félagið sérstaklega Jrakka alla þá góðvild og hjálpsemi, sem al- menningur sýndi. Er það mikil uppörvun fyrir félagið að fá slíkar móttökur. Virkir ævifélagar voru í árslok 1960: 626 og 620 skuldlausir ársfélagar, samtals 1246. Rekstrarágóði á sl. ári var rúmlega 10. þús. kr. Próf. Niels Dungal forseti Krabbameins- félags íslands bað um orðið. Hann hafði meðferðis „film-ræmu“ með milli 80—90 litmyndum, sem Krabbameinsfélag íslands fékk frá ameríska krabbameinsfélaginu. Með myndunum fylgdi enskur texti, sem ekki hafði unnizt tími til að þýða, en próf- essorinn skýrði myndirnar lauslega um leið og hann sýndi þær og flutti stutt erindi um reykingar. Filmu-ræman heitir á ensku ,,To srnoke or not to smoke“ og liefur gefið góða raun í Ameríku, enda gerður góður rómur að henni á fundinum. Myndir þessar eru aðallega ætlaðar til sýningar í skólum fyrir unglinga, og sýna þær staðreyndir, að reyk- ingar eru skaðlegar og, að lungnakrabba- mein hefur aukizt gífurlega samfara aukn- um reykingum. Baldur Johnsen fundarstjóri Jrakkaði prófessornum fyrir fróðlegar myndir og benti á, að próf. Dungal væri okkar skelegg- asti maður í baráttunni móti reykingum. Einnig hafði hann orð á, að augljóst væri að starfsemi krabbameinsfélaganna væri á réttri leið, með því að hefja fjársöfnun til að byrja með, því allar rannsóknir væru fjárfrekar, en kvað mundu mega gera hér hina athyglisverðustu hluti ef nóg fjármagn væri fyrir hendi, því hér á landi væru öll skilyrði ákjósanleg og fólkið vel uppfrætt. Árnaði hann síðan félaginu allra heilla og sleit síðan fundi. 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.