Heilbrigðismál - 01.05.1961, Blaðsíða 1

Heilbrigðismál - 01.05.1961, Blaðsíða 1
FRÉTTABRÉF ITM IEILBRICB1SMÁL 9. árgangur . Mai-júni 1961 . 3. tölublaO JCrabbamemsfélag <Jslatfds 10 ára i. Á þessum merku tímamótum í sögu krabbameinsvama á íslandi er ástæða til að líta um öxl og horfa yfir farinn veg. Það er rétt að gera sér grein fyrir hugsjón- um forvígismannanna, athuga hvað fyrir þeim hefur vakað í upphafi, í einstökum at- riðum, eftir atvikum og hvernig tekist hafi til um framkvæmdir. Saga Krabbameinsfélags íslands verður ekki skráð nema minnst sé brautryðjenda starfs Krabbameinsfélags Reykjavíkur, því að innan vébanda þess félagsskapar var grundvöllur baráttunnar lagður. Hér á eftir verður því orðrétt tekin upp fundargerð undirbúningsfundar að stofnun Krabbameinsfélags Reykjavíkur, og síðan nokkuð rakið starf þess fram að stofnun Krabbameinsfélags íslands. Loks verður svo gefið stutt yfirlit yfir starfsemi Krabbameinsfélags íslands frá stofnun til þessa dags. Inn í þá sögu fléttast, að sjálfsögðu ýmislegt úr starfi Krabba- meinsfélags Reykjavíkur og annarra krabba- meinsfélaga, sem stofnuð hafa verið. frettabréf um heilbrigðismál Niels Dungal prófessor form. K.F.Í. frá stofnun. II. Fundur til undirbúnings félags, er hafi baráttu gegn krabbameini að markmiði. Undirbúningsfundur að stofnun félags, sem á að hafa það mark og mið, að hefja markvissa baráttu við krabbameinið, var haldinn þriðjud. 1. febrúar 1949 kl. 81/2 e. h. í I. kennslustofu Háskólans. Til fundarins var boðað af Læknafélagi Reykjavíkur og var fundarboð svohljóðandi: I

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.