Heilbrigðismál - 01.05.1961, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.05.1961, Blaðsíða 9
HvaÖ er íram undan? Til þess að auðvelda innsýn í framtíðina er þekking á fortíðinni nauðsynleg. Þegar við nú höfum litið yfir 10 ára starf K.F.Í. er ekki óeðlilegt að spurt sé: „Hefir þessi starfsemi þá fært okkur nær markinu langþráða, sigri á h inum mikla óvini, krabba- meininu?“. Ég segi hiklaust já, því að þótt aðeins ein- um sé bjargað, þá er það nokkur árangur. En það er svo erfitt að mæla árangur af starfi eins og þessu í tölum, ekki sízt þegar um svo margþætt starf er að ræða, sem raun ber vitni. Við skulum snöggvast rifja upp aðalþætt- ina; þeir eru fjórir, og á þeim verður byggt framvegis: 1. Heilsuverndarstarf á 1. stigi. Þar á ég við hverskonar fræðslustarfsemi, svo sem fyrirlestra, blaðagreina, bæklinga og mynda- sýningar, sem leitast við að útskýra helztu orsakir til krabbameins. í því sambandi hef- ur verið sérstaklega brýnd fyrir mönnum hættan af sígarettureykingum, sem ekki leik- ur nokkur vafi á að er raunveurleg. Af slík- um ráðstöfunum, sem þessum sézt árangur sjaldan fyrr en löngu eftir á. 2. Heilsuvemdarstarf á 2. stigi. Þar er átt við leit að krabbameini á byrjunarstigi þeg- ar lækning er auðveldust. Þetta er hið mikla starf leitarstöðvarinnar, sem þegar hefur gefið ótvíræðan árangur, eða um einn af hundraði, 1%, og er þar um að ræða 10—20 manns, sem annaðhvort hefur verið bjarg- að, eða fengið mikla hjálp. Góð röntgenskyggningartæki, hvar sem er á landsbyggðinni, stuðla að sjúkdómsgrein- ingu á byrjunarstigi, og hafa því krabba- meinsfélögin stutt fjárhagslega kaup á slík- um tækjum. 3. Bœtt aðstaða til lœkninga getur gefið skjótan og góðan árangur í tilteknum tilfell- um. Þessvegna var það eitt af fyrstu verkum krabbameinsfélaganna að gefa röntgendeild fréttabréf um heilbrigðismál Landspítalans hin fullkomnustu geislalækn- ingatæki, sem kostuðu um 250 þúsund krón- ur. Einnig hefur verið gefið fé til stækkun- ar á Landspítalanum, til að auðvelda vist- un krabbameinssjúklinga til rannsókna og lækninga. 4. Grundvallandi visindarannsóknir. Þar er átt við hina víðtæku krabbameinsskrán- ingu, sem hér hefur farið fram, bæði með tilliti til kyns, aldursflokka, sérstakra líffæra svo og útbreiðslu eftir landshlutum. Árangur af slíku starfi sem þessu er hvað erfiðast að mæla, en hann er einn liður í rannsóknakeðju, sem nær um alla jarðar- kringluna, og þar er vegið að rótum meins- ins. Þessi íslenzki hlekkur kann að verða mjög mikilvægur, sé hann vel unninn, vegna sér- staklega hagstæðrar aðstöðu hér, þar sem rannsóknarsviðið er tiltölulega vel afmark- að, fólkið vel uppfrætt, og læknar og vís- indamenn með lifandi áhuga og starfi sínu vaxnir. Alla þessa fjóra þætti verður að halda á- fram að byggja ofan á í framtíðinni því að varla verður um að ræða neina eina ráðstöf- un eða neitt undralyf, sem ráði niðurlögum krabbameinsins frekar en átti sér stað með berklana, þótt sigur ynnist að lokum. Það verður að halda áfram fræðslustarf- semi. Með henni einni saman mætti gera sér vonir um að sigrast á sígarettukrabbanum. Það þarf að auka leitarstarfsemina. Raun- ar væri ekki til of mikils ætlast, þótt allir, sem komnir eru yfir fertugt gengu undir til- teknar rannsóknir árlega, eða annaðhvort ár, í heilsuverndarskyni. Það þykir ekki nema sjálfsagt þegar í hlut eiga bifreiðavélar, eða bátavélar að láta fara fram árlega skoðun. Hin geislavirku efni kjarnorkualdarinnar, hinar svokölluðu ísótopur, lofa miklu sem árangursrík lækninga og rannsóknatæki og skurðlækningatækninni hefur fleygt fram á 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.