Heilbrigðismál - 01.05.1961, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.05.1961, Blaðsíða 10
Starfsfálh leitarstöðvar K.F.Í., læknarnir Rikharð Thors (t. v.) og Gunnlaugur Snœdal (t. Ii.), Guðrún Bjamadátt- ir, rannsóknarst.stúlka (t. v.) og Halldóra Thoroddsen shrifstofustjóri. síðustu árum. Læknar hér á landi fylgjast vel með í þessari þróun og standa vonir til, að starfsskilyrði batni að miklum mun við stækkun Landsspítalans, Rannsóknarstofa Háskólans þarf einnig á auknu húsrými að halda fyrir hina mikilvægu rannsóknar- og vísindastarfsemi, sem þar er rekin undir handleiðslu prófessors Dungals. Þetta eru rannsóknir, sem nú hafa vakið athygli víða utan landssteinanna í hópi vísindamanna, og standa vonir til að hægt verði að byggja á þeim víðtækari rannsóknir á grundvallar- orsökum krabbameinsins. Það gætir vaxandi bjartsýni á meðal vís- indamanna, sérstaklega eftir að tekist hefur að sanna, að veirur valdi krabbameini í mjög mörgum tilfellum, þ. e. a. s. að veirur komi til sögunnar, eða nái tökum þegar sér- stök skilyrði hafa skapast, — þegar mótstöðu- afl tiltekinna frumuhópa, eða alls líkamans hafi lamast meira eða minna. Þetta hefur sérstaklega. beint athygli manna að möguleika á ónæmisaðgerðum eins og við aðra bakteríu eða veirusjúkdóma og eftir þeim leiðum er nú unnið af kappi á rannsóknarstofnunum víða um heim, und- ir handleiðslu hinna færustu manna. Þess má geta, að dr. Salk, sem frægur varð fyrir uppgötvun lömunarveikisbóluefnisins, er einmitt kominn í þessar rannsóknir. LEITARSTÖÐ Á sínum tíma skaut upp þeirri hugmynd, að tímabært væri að setja á fót hér í bæ stonun, þar sem fólki væri gefinn kostur á nákvæmri læknisskoðun í heilsuvemdar- skyni, en þó aðallega miðuð við leit að krabbameini. Slíkar stöðvar höfðu þá um skeið verið reknar sums staðar erlendis, m. a. í Bandaríkjunum. Aðalhvatamaður að hugmyndinni mun hafa verið Alfreð Gísla- son læknir. Ekki var þó málið rætt sérstak- lega á vegum krabbameinsfélaganna fyrr en á stjórnarfundi hjá Krabbameinsfél. ísl. 6. 10 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁl.

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.