Heilbrigðismál - 01.07.1961, Blaðsíða 2

Heilbrigðismál - 01.07.1961, Blaðsíða 2
alla hluta mannslíkamans, þannig koma gallepli á alla hluta jurtarinnar, rót, stöng- ul, blöð, hnappa o. s. frv. Þó verður að geta þess, að orðið gallepli hefur upprunalega aðeins verið notað um iinýði eða æxii á eik- inni, en þar sem sams konar linýði geta einnig vaxið á öðrurn jurtum er sama nafn- ið notað um slík æxli. Jurtir hafa mismunandi mótstöðuafl gegn hnúðæxlinu, alveg eins og menn eru mis- jafnlega næmir fyrir krabba. Jurtaæxlin breiðast út um allan líkam- ann, með meinvörpum, aiveg eins og á sér stað með krabbann og koma þá upp ný æxli á ólíkum vaxtastöðum langt frá fyrsta æxl- inu. Þannig er einnig hægt að lækna meinið með skurðaðgerð ef nógu snemma er skor- ið, en ef eitthvað verður eftir, vex nýtt æxli út frá því. Það er einnig líkt með jurtakrabba og mannakrabba, að efni leidd af mustarðsgasi geta læknað hvort tveggja. Þessir sameiginlegu þættir í ■ jurtaæxlinu og krabba í mönnum gefa vonir um, að betri skilningur á jurtaæxlum geti orðið mikil hjálp i baráttunni við krabbameinið. Krabbarannsóknir í plöntum eru að mörgu leyti auðveldari en í dýrum. Plöntufræðingar geta fylgt frumuvextin- um í trjákrabba tilbaka til fyrstu einstöku frumunnar, sem byrjaði að vaxa stjórnlaust. Og ekki nóg með þetta. Það er einnig hægt að lesa nákvæmlega út árið og dagsetning- una, eða að minnsta kosti árstíðina, þegar sjúkdómurinn byrjaði eins og aldur viðar- ins af árhringjunum. Það eru stórmerkar uppgötvanir, að hægt sé að rekja gang sjúkdóms í jurtum ná- kvæmlega frá fyrstu byrjun, en það er ó- mögulegt í dýrum eða mönnum. Þessum merku rannsóknum liafa vísinda- menn við Jackson Memorial tilraunastöð- ina í Bar stjórnað, þeir Dr.Philip R. White, Dr. Frederich Trenscott, Dr. William Mill- ington og Dr. Jakob Reinert frá Þýzka- landi. Þessir menn komust af hendingu á snoðir um að í grenitegund einni við ströndina gengi j urtakrabbi eins og farsótt. í leitinni að svari við þessari og öðrum gátum krabbameinsins fann Dr. White efni nokkurt, sem trjávefurinn gat vaxið í. Hann hefur einnig fundið, að næringar- þörfin er mismunandi í eðlilegum frumum og krabbafrumum trjánna. Loks hafa einmitt hér opnast nýir mögu- leikar til rannsókna á erfðaeiginleikum krabbameinsins. Heimildir: Mot kreft nr. 2, 1960. Heilsufar á íslandi fyrir 450 árum (1511) „Sama ár kom bóla á íslandi. Féll í henni margt fólk, bæði karlfólk og kvenfólk. Þessi bóla kbm í landið um alþingi af skipi. Þessi bóla gekk ákaflega um landið frá alþingis- tíma og til krossmessu um' haustið, að ekki fékkst fólk til að nytja pening og gekk hann ltaulandi ómjaltaður á mörgum bæjum, en sauðfé hljóp til fjalla, þvi ekki varð fénaðar gætt. Þessi bóla tók hvern fertugan mann og þar fyrir innan. í lienni deyði fyrir norð- an 400 manns, fyrir sunnan hálft þriðja liundrað manns, fyrir vestan 200 og fyrir austan 300, að auk þeir stöku, sem ei eru með vissri tölu nefndir. Féllu þá mörgum til miklar eignir. Urðu þá berfátækir þurfamenn vel ríkir, svo sem oft skeður þá stórar sóttir ganga um landið.“ Heimild: Setbergsannáll. 2 FEÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁI.

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.