Heilbrigðismál - 01.07.1961, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.07.1961, Blaðsíða 4
Krabbameín i silungí Krabbamein hefur fundizt í öllum sil- ungsuppeldisstöðvum í U.S.A. Við ná- kvæma rannsókn á vegum ríkis og fylkja kom í ljós, að meira en lielmingur regn- bogasilungs í Bandaríkjunum, sem var í uppeldisstöðvum þar, alinn á tilbúinni fæðu, eða gerfifæðu, hafði krabba í lifrinni. Orsakir ókunnar. I sumum fiskiræktunarstöðvum, sem rannsakaðar voru, hafði hver einasti silung- ur krabbamein. Lægstu tölurnar voru 10% samkvæmt upplýsingum Dr. S. F. Snieszko og John A. Miller frá fiski- og villidýra- rannsóknastöð Bandaríkjanna. Þetta krabba- mein er þó ekki mjög illkynjað og drepur fáa fiska (a. m. k. á unga aldri). Ekki hefur verið liægt að rekja smitunarleið frá fiski til liskjar. Það er ekki talin ástæða til að óttast að fólk geti fengið krabba beinlínis af því að borða silunginn. Allt bendir til þess, að hin ónáttúrulega fæða silungsins sé aðalorsökin til krabba- meinsins, eða að í þessari fæðu séu einhver krabbavekjandi efni (carcinogen). „Nickelcarbonyl“ er óskaplega eitrað. Það er talið skaðlegt, ef meira en einn hluti á móti billjón er í andrúmslofti, og er þar með talið eitraðra en blásýra, sem þarf einn hluta á móti 10 milljónum til að teljast skaðlegt. „Nickelcarbonyl“ myndast auðveldlega þegar kolsýrlingur (CO) kemst í snertingu við nikkelryk. í tóbaksreyk eru allt að 2,5/1000 mg nikkels í 1 grammi. 1 tóbaksreyk er einnig kolsýrlingur 2— 7%- Mest myndast af „nickelcarbonyl" við 45—50° hita (C), en Jrað er venjulegur hiti reyks. Þái með eru öll skilyrði fyrir hendi til Heilsusamlegt umliverfi og liollt viÖurvccri er engu siö- ur nauösynlegt fiskum en mönnum. Annars er fæðan samsett úr kjöti, með ábæti vítamína og vaxtarvaka (hormona). Fiskafæða þessi kom fyrst á markaðinn fyrir 10 áruin, og hafa margir vísindamenn grunað hana um að valda krabbanum. Því hefur einnig verið haldið fram, að hið auð- velda líf fiskanna með nógum mat og örum vexti hafi einnig gert regnbogasilung sér- staklega veiklaðan og kann þar einnig að vera að leita orsakanna til hins útbreidda krabbameins. Heimildir: Science News Letters, 80: 164: Scpt 9, 1961. þess að „nickelcarbonyl" geti myndast við reykingar, enda hefur Jrað sannast við rann- sóknir, að 20% af nikkelinnihaldi í sígar- ettum koma fram í reyknum. Sama gildir um pípu- og vindlareyk, en þetta kemst Jrví aðeins niður í lungu, að reyknum sé inn- andað. Nú er vitað, að rottur hafa mjög mikið mótstöðuafl gegn lungnakrabba, en Jró falla þær fyrir sjúkdómnum við innöndun á að- eins þriðjungi þess nragns af nikkeli, sem árlega fer um lungu rnikils reykingamanns. Vegna Jressa er talið mjög nauðsynlegt að framleiða síur, sem taki „nickelcarbonyl“ úr reyknum. Hcimild: Deutsche Medizinische Wochenschrift, Stutt- gart, 21. Juli, 1961. 4 FEÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.