Heilbrigðismál - 01.11.1961, Page 2

Heilbrigðismál - 01.11.1961, Page 2
að setja upp tceki á Landsspitalanum til lœkninga og rannsókna með geislavirku joði. Þær margbrotnu og víðtæku geislalækn- ingaaðferðir, sem við eigum völ á í nútím- anum, eru að þakka uppgötvunum á sviði kjarna og atómvísinda, sem gerðar voru á árunum 1930—40. Hér er um að ræða mismunandi aðferð- ir, sem hægt er að beita, eftir tegund æxla og staðsetningu þeirra, til þess að ná sem beztum árangri hverju sinni. Sameiginlegt fyrir allar geislategundir er, að rafmagnaðar kjarnaagnir verða til í vefj- unum fyrir áhrif geislanna. Frumurnar í lifandi vef eru byggðar upp úr mjög margbrotnum efnasameindum, sem undir venjulegum kringumstæðum eru óvirkar eða hlutlausar. Ef ein slík sameind verður fyrir geislun getur hún klofnað í tvo hluta, sem hvor um sig eru hlaðnir jafn- stórum rafhleðslum, annarri neikvæðri, hinni jákvæðri. Þetta sama á sér stað í ein- földum efnasamböndum í lausnum, svo sem í matarsaltslausn, NaCl „Natrium clorid“, en þar klofnar sameindin í Na+ og CK Þessi rafmögnuðu sameindabrot, eða hleðslur eru kallaðar jónir, í þessu tilfelli jákvæðar natríumjónir og neikvæðar klór- jónir. Geislun sem hefur þessi áhrif er kölluð jónandi geislun, og getur bæði farið fram í lifandi vef og dauðu efni. Sameind, sem þannig hefur verið klofin í jónir, getur alveg misst fyrri eiginleika sína. Nýjar sameindir geta myndast í vefj- unum með gerólíkar eiginleika, ef svo ber undir. Þetta getur haft örlagarík áhrif fyrir lif- andi frumuna, þar sem ef til vill margar sérstakar sameindir, sem eru ómissandi grundvallar-lífsstörfum hennar, klofna og verða óvirkar, fyrir jónandi geislaáhrif, og ný sambönd koma í staðinn. Við þetta verða árekstrar í frumunni, sem kunna að leiða til veiklunar eða jafnvel dauða hennar. Ef áhrifin eru víðtæk kunna margar frumur að deyja og stórir vefjahlutar að verða óvirkir. Vefjahlutir, sem þannig eru orðnir óvirkir útilokast, eða afmarkast frá umliggjandi vef og lífgefandi blóðrás. Það eru einmitt þessi áhrif, sem óskað er eftir að fá fram á hinn sýkta vef þegar geislalækningar eru viðhafðar gegn krabba- meini. Að sjálfsögðu er reynt að skaða ekki ann- an en hinn sýkta vef, þar sem krabbamein- ið liafði tekið sér bólfestu, en sjaldnast verður þó hjá því komizt, að einhverjar heilbrigðar frumur verði fyrir barðinu á geislanum. Það má raunar segja, að aðall geislalækningatækninnar sé einmitt í því fólginn, að hafa sem mest áhrif á krabba- frumurnar, án þess að skaða þær heilbrigðu. Og alltaf er raunverulega verið að færast nær og nær þessu markmiði með nýjum og bættum tækjum og aðferðum. En hvaða tæki sem notuð eru þá veltur alltaf geysilega mikið á því að gefa hæfilega stóra skammta, eftir atvikum og að miða rétt. Röntgengeislun Séð af sjónarhóli eðlisfræðinnar eru rönt- gengeislar nákvæmlega sama eðlis og radíó- bylgjur eða Ijósbylgjur, nema livað bylgju- lengdin er miklu minni. Og alveg eins og venjulegt ljós er byggt úr smáorkuögnum, sem í ljósfræðinni eru kallaðar fótónur, þannig eru röntgengeislar einnig byggðir úr slíkum ögnum, sem þó eru meira en þús- und sinnum orkumeiri og geta borað sér langt inn í lifandi vef, en stranda alveg á þunnri blýplötu. Til þess að framleiða röntgengeisla verð- ur fyrst að afla kraftmikilla rafeinda, elek- tróna. Það eru til ýmsar gerðir af röntgentækj- FEÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁU 2

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.