Heilbrigðismál - 01.11.1961, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.11.1961, Blaðsíða 4
vegna þess, að dreifigeislar fara í sömu átt og aðalgeislunin. í kjarnaofni er hægt að gera kóbalt 100 sinnum geislavirkara en radíum, miðað við sama magn, til dæmis 1 gramm, og skýrir flúo R — Röntgengeislar K — Kóbaltgeislar B = Betatróngeislar P = Prótónugeislar Þegar komið er í 15 sm. dýpi eru röntgengeislar1 natrri óvirkir. það betur en nokkuð annað mikilvægi kób- alts fyrir geislalækningarnar. í kóbaltstykki, sem er á stærð við 10 upp- staflaða einseyringa er hægt að framleiða geislaorku sem samsvarar 2000 kúríum,2 en það gefur 40 röntgeneininga geislakraft á mínútu í 100 sm fjarlægð. Með því má fá fram 60% geislaverkun eða nýtingu í 10 sm dýpi. Við geislun á æxlum eru venjulega gefin 150—200 röntgen3 á dag, og fæst það geisla- magn auðveldlega á 5—10 mínútum í 100 sm fjarlægð. Sé fjarlægðin minnkuð niður í 70 sm fæst sami árangur á helmingi skemmri tíma. Að sjálfsögðu verður að geyma geislavirkt kóbalt í geislaþéttum blýhylkjum. Eins og öll geislavirk efni eldist geisla- kóbalt og dregur úr geislamagninu. Það tapar helmingi af geislaorku sinni á 5,3 ár- um, og $/ á rúmum 10 árum. Þess vegna verður að endurnýja efnið á ákveðnu ára- bili, og er það engum vandkvæðum bund- ið þar sem kjarna-ofnar eru til. Nú munu alls vera í notkun yfir 500 kóbalttæki í heiminum. í Svíþjóð munu brátt verða 8 slík tæki í notkun, en ekkert hér á landi.4 Miljón volta rafalar og betatrónar Jafnvel kóbaltgeislun hefur sína ann- marka, þótt hún taki langt fram venjulegri röntgengeislun. Kóbaltgeislunin er ekki nægilega djúp- tæk fyrir tiltekin æxli, og geislasúlan eða keilan er heldur ekki nægilega skarpt af- mörkuð, þar sem krafizt er mikillar ná- kvæmni. Ekki verður komizt hjá nokkurri aukageislun, undir sérstökum kringum- stæðum, sem hefur skaðvænleg áhrif á heil- brigðan vef í kring um æxlið. Með framförum í kjarnavísindum hafa opnazt ýmsir möguleikar á þessu sviði. Það er til dæmis hægt að fá fram geislun, ekki ósvipaða þeirri sem geislakóbalt gefur, með því að auka hraða rafeindanna miklu meira en hægt er að gera í röntgenhylki. Ur van de Graafs rafalnum fæst tveggja milljón volta háspenna sem notuð er til þess að auka hraða rafeindanna í eins meters langri lofttómri pípu. Með því móti fást fram 100—150 röntgen geislaorku í 100 sm fjarlægð. Geislasúlan er einnig skarpari 2) Ein kúría (curie) er sú geislaorka, sem fæst úr einu grammi af radíum. Annars er 34ooo úr kúríu, eða millíkúría, venjuleg mælieining á geislavirkni radí- ums og annarra geislavirkra efna. 3) Eitt röntgen er mælieining fyrir röntgengeislun. 4 4) Mjög væri æskilegt, að íslendingar gætu eignazt kó- balttæki. Það kostar að vísu mikið, en er þó miklu ódýrara en önnur orkumikil tæki. Það kostaði líka mikið fyrir íslendinga að eignast radíum á sínum tíma, en í það var ekki horft. FEÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁl,

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.