Heilbrigðismál - 01.11.1961, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.11.1961, Blaðsíða 5
en við kóbaltnotkun, með færri aukageisl- nm, en dýptarverkunin verður minni. Fræðilega séð ætti að vera hægt að fá fram meiri dýptarverkun með aukinni spennu, en það er mjög erfitt í framkvæmd vegna þess, að þá verða tækin að vera geysifyrir- ferðarmikil og erfitt og dýrt að byggja þau og hýsa. Til þess að komast fram hjá þessum erf- iðleikum hafa eðlisfræðingarnir farið enn eina leið, og notað sér sérstaka kjarnakljúfa, sem nefnast betatrónar. í þessu tæki fer hraðaaukning rafeindanna fram í kringl- óttri lofttómri pípu, {rar sem þær eru þving- aðar í hraðari og hraðari hringferð með sér- stöku mjög kröftugu segulsviði. Þegar hraðaaukningin þannig hefur náð hámarki er rafeindunum, með hjálp sér- stakra raftækja, slöngvað út af hringbraut sinni að jákvæðum pól eða pólarplötu, anóðu, og verða þá til geysilega sterkir rönt- gengeislar. Betatrónar til geislalækninga eru útbúnir fyrir 35 miljón volta spennu. Röntgengeislarnir eru sendir út í hryðj- um eða smáskotum, allt að 150 sinnum á sekúndu, og vara skotin liverju sinni að- eins nokkra miljónustu hluta úr sekúndu. Þá liafa rafeindimar á milli hryðja, hring- snúist 200000 umferðir þótt tíminn sé stutt- ur, eða alls farið 300 km á miljónasta liluta úr sekúndu. — Ekki er gott að gera sér grein fyrir slíkum afrekum. Geislaorkan getur orðið 10—20 sinnum meiri en við þær aðferðir, sem áður er lýst. Það er einnig mjög mikilvægt við þessa geislun, hve mjóir og jskarpir og jaifnir geislastafirnir eru og vel afmarkaðir, en þó þarf með sérstökum síum að draga lítillega úr krafti miðstafanna til að jafna geislun- ina. Djúpdrægi þessara geisla er einnig ó- viðjafnanlegt, og það jafnvel svo, að geisla- orkan fer vaxandi á ferð sinni frá yfirborði líkamans niður í 5—8 sm dýpi, og hefur ekki minnkað um meira en um það bil l/3 á 30 sm dýpi, eða gefur nærri 70% nýtingu á fekttabréf um heilbrigðismál 30 sm dýpi. Það sem veldur þessari merki- legu hegðun geislanna er það, að þær fót- ónur, sem vefurinn drekkur í sig gefa raf- eindum næstum alla orku sína, en við það fá rafeindirnar aukinn kraft þegar niður kemur í vefinn, og er þá slöngvað beint áfram í aðal geislastefnuna, allt að 15 sin. Vegna þessa fer aðaljónunin frarn í dýpri lögum, en húðinni og efstu lögum vefjanna verður þannig hlíft, en hin skaðvænlegu áhrif geislanna njóta sín fyrst til fullnustu í dýpri lögum, þar sem þeim er ætlað að hitta æxlisvöxtinn — krabbameinið. Rafeindageislun Af því sem hér á undan hefur verið sagt er augljóst, að öll röntgen- og gammageisl- unaráhrif á æxli eiga rót sína að rekja til fótóna, sem örva rafeindirnar með orku sinni, setja rafeindirnar í gang, ef svo mætti segja, en síðan valda rafeindirnar jónum frumanna, og það er einmitt þessi jónun, sem er höfuðmarkmið allra geislalækninga- aðferða. Þessvegna er eðlilegt og rökrétt að athuga, hvort ekki væri hægt að komast af án allra röntgen- og gammageisla-fótóna og nota orkumiklar rafeindir alveg milliliða- laust til geislalækninga. Á árunum eftir 1940 heppnaðist Þjóð- verjum að fá fram rafeindageislun með beta-kjarnakljúf. Menn gerðu sér bráðlega grein fyrir því, að þessir rafeindageislar voru til margra hluta nytsamlegir. En þar sem orka rafeind- anna minnkar fljótt þegar þær fara í gegn- um þétt efni þá er djúpverkun þeirra til- tölulega lítil, jafnvel þótt háspenna sé not- uð. Til dæmis komust þær aðeins 2 sm djúpt í vef með 5 miljón volta spennu, og allt að 10 sm með 30 miljón volta spennu. Enn er þessi aðferð ekki hagkvæm, en búast má við betri og auðveldari árangri þegar meiri rannsóknir hafa farið frain á þeim möguleikum, sem aðferðin felur í sér. 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.