Heilbrigðismál - 01.11.1961, Qupperneq 6

Heilbrigðismál - 01.11.1961, Qupperneq 6
Geislun með þungum kjarnaögnum Hinir takmörkuðu notkunarmöguleikar rafeindageislanna, sem drepið var á, hafa beint atliygli vísindamanna inn á brautir annarra kjarnaagna. í kjarnakljúf er hægt, með riðstraum og kröftugu segulsviði að framkalla geysilegan hraða jákvæðra vetnisagna, prótóna, í kringlóttu lofttómu hylki. Prótónustraumn- um er siðan hægt að þeyta eða þyrla út úr hylkinu með þar til gerðum útbúnaði, þeg- ar hámarks-hraða er náð. Prótónurnar eru jákvæðar kjarnaagnir, og eru þær 1800 sinn- um þyngri en hinar neikvæðu rafeindir, sem áður hefur verið lýst. Þær geta borað sér langt inn í hin þéttustu efni, þráðbeint án þess að dreifa sér hið minnsta. Þegar lifandi vefur er geislaður með prót- ónum, byrja aðalgeislaáhrifin ekki fyrr en komið er nokkuð djúpt í vefinn, og stafar það af því, að þar verður þéttleiki, eða fjöldi jónanna mestur, eða hundrað sinnum meiri en við venjulega röntgengeislun. Þessi aðferð er því tilvalin til djúpgeisl- unar, og boðar raunar alveg óþekkta mögu- leika á því sviði fræðilega séð, og er það í fullu samræmi við árangur þeirra tilrauna, sem þegar hafa verið gerðir í Svíþjóð með þessa geisla. Enn er þó eftir að gera ýmsar rannsóknir á geislunum, og því ekki hægt að meta til fulls gildi þeirra fyrr en þær niðurstöður liggja fyrir. Geislavirk efni — ísótópur til staðgeislunar Flestir kannast við geislaeiginleika radi- ums. Nokkur millígrömm af radíum lokuð inni í tvöföldu hylki úr gulli og platínu eru notuð gegn þeim tegundum æxla, sem liægt er að komast alveg að eða inn í. Radíum- geislar út alfa-, beta- og gammageislum; að- Æxli (shjöldung hefur tekiÖ upp geislavirkt joð, og kemur mynd af æxlinu fram á Ijós- myndaplötu, sem haldiÖ er að háls- inum. eins gammageislarnir komast í gegnum gull og platínusíuna. Geislaorka radíums helmingast á 1600 árum. Gammageislarnir hafa tæplega 1 MRV orku. Þessir gammageislar eru notað- ir við æxli sem eru 2—3 sm á þykkt. Þeir tapa orkunni mjög fljótt, á leið sinni í gegn- um vefina, svo að heilbrigðir vefir í nálægð æxlisins verða fyrir litlum áhrifum. Á síðari árum hafa komið fram á sjónar- sviðið fjölmörg geislavirk efni, sem eru hentug til notkunar við eyðingu æxla. Eitt þessara efna er tantal (Ta-181). Það helmingast á 111 dögum. Geislaorkan er 1,3 MRV. Tantal geislar úr bæði beta- og gammageislum, en aðeins gammageislarnir eru notaðir. Betageislarn- ir eru síaðir frá með þunnri platínuplötu. Geislarnir missa mjög fljótt orku sína við að fara í gegnum vefina, og takmarkast því áhrif þeirra við lítil svæði, og er það kostur eftir atvikum eins og við radíumgeislun en tantal hefur ýmsa kosti fram yfir radíum, að talið er. Geislavirkur fósfor (P-32) hefur geisla- orkuna 1,7 MRV. Þar er um að ræða beta- geisla, sem alveg missa orku sína við að fara í gegnum nokkra mm þykkan vef. Þeir hafa samt sitt sérstaka notkunarsvið, bæði við þunnar ákomur eða æxli í húð, þar sem FEÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 6

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.