Heilbrigðismál - 01.11.1961, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.11.1961, Blaðsíða 7
ekki er óskað eftir djúpverkunum. Geisla- virkur fósfor er framleiddur með því að geisla í kjamaofni plastplötur, sem roðið hefur venjulegum fósfor á, og eru plötumar síðan lagðar við liinn sjúka blett ákveðinn tíma. Geislavirkar fósforlausnir hafa einnig ver- ið notaðar við tiltekna blóðsjúkdóma. Nýlega hafa enn aðrar aðferðir verið teknar i notkun þar sem notuð eru geisla- virk efni. Geislavirkt guhj (Au-198) er eitt þeirra. Helmingunartíminn er 2,7 dagar og geisla- orkan 0,9 MRV. Það má búa til úr þessu efni kollóíð lausnir, sem síðan er liægt að dæla inn í holrúm líkamans, t. d. brjósthol og kviðar- hol og komast Jiannig alveg að krabba- meinsútsæði, sem þar hefur náð fóstfestu. Ilinar geislavirku gullagnir festast á sjálfu æxlinu, og fæst þannig mikill árang- ur Jjótt langdrægi þessara geisla sé ekki mikið. Ef hægt væri að búa til geislavirkar lausnir, sem hefðu sérstaka og sérhæfa til- hneigingu til að setjast í ýmsar gerðir æxla, ]rá væri fundin hin fullkomna geislunarað- ferð sem beðið er eftir. Nú þegar er þetta, að minnsta kosti, hægt við skjöldungsœxli. Skjöldungurinn eða skjaldkirtillinn hef- ur einstæða tilhneigingu til að taka upp joð. Æxli sem vaxa í kirtlinum hafa sömu tilhneigingu. Þótt sjúkling sé aðeins gefin lítil inntaka af geislavirku joði (J—131), þá safnast mik- ------------------------------------------ Krabbameinsfélag íslands óskar öllum félagsmönnum sinum gleðilegra jóla og farsœls nýjárs, með þökk fyrir samstarfið á árinu. v________________________________________, Fréttabréf um heilbrigðismál er gef- ið út af Krabbameinsfélagi íslands og er fyrst og fremst málgagn félagsins, en flytur jafnframt frceðigreinar og alls konar efni um heilbrigðismál. Félagið hefur hug á að dreifa blað- inu viðar en verið hefur, og hefur leyft sér að senda bréfið til nokkurra nýrra manna, ef vera kynni að fól'k fengi áhuga fyrir að gerast áskrifend- ur. Fyrsta blaðið kom út i des. 1949 og homu út 12 til 6 blöð árlega þangað til 1958, en þá lá útgáfa bréfsins niðri i 3 ár, aðallega vegna þess að útgáfu- kostnaður var iorðinn of mikill. 1. janúar 1961 lióf blaðið göngu sina að nýju i dálítið breyttu formi og er ætl- unin að það komi út 4—6 sinnum á ári. Verð hvers blaðs er 5 krónur fyrir fasta áskrifendur en 6 krónur i lausa- sölu. Við munum leyfa okkur að senda út árg. 1961 t.il reynslu og verði bréfið ekki endursent, leyfum við okkur að litá svo á að viðkomandi óski eftir að gerast áskrifandi. Þeir sem óska. geta fengið keypta fyrri árganga meðan þeir eru fáanleg- ir, en uþþlagið er þegar orðið m jög litið. ið magn í skjöldunginn, og komast geisla- áhrifin Jjá beint inn í hinn sjúka vef og ráða Jsannig niðurlögum krabbafrumanna. Þetta er árangur tilrauna, sem lengi höfðu staðið yfir. Áfram er haldið á sömu braut með víðtækri rannsóknarstarfsemi, sem búast má við að beri ávöxt á ýmsum sviðum geislalækninganna á næstu árum. AÖalheimild: Kurt Liden. Cancer nr. 1, 1961. feéttabréf um heilbrigðismál

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.