Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 6
Páll Agnar Pálsson, jor- stöðumaður Tilrauna- stöðvarinnar á Keldum fruma í illkynjaðar, felist möguleiki til ná- kvæmra greininga, sem kunni að leiða í Ijós mjög mikilsverðar uppgötvanir er geti vald- ið byltingu varðandi skilning manna á eðli og orsökum krabbameinsins, og þá jafn- framt orsakað gjörbreytingu á meðferð þess. Spurningin um það hvort líta mætti á vissar tegundir meinsemda sem veirusjúk- dórna varð fyrst raunhæf á fyrstu dögum veirufræðinnar, þegar dönsku læknarnir Ellerman og Bang sýndu fram á það 1908, að eitthvert virkt eíni, sem ekki var sótt- kveikjur, og síaðist í gegnum sóttkveikju- síur, orsakaði hvítblæði í fuglum. Þetta voru einhverjar fyrstu veirur, sem voru uppgötv- aðar. Nokkrum árum seinna uppgötvaðist veira, sem kennd er við Rous og kallast Rousveiran. Það er sú veirutegund, sem er hvað mest rannsökuð allra veirutegunda, sem enn eru þekktar. Þrátt fyrir þessar upp- götvanir urðu þ(') Jrær hugmyndir ekki neitt verulega fleygar að spendýrameinsemdir og illkynjuð æxli í mönnum kynnu að orsakast. af veirum, heldur var litið á hænsnamein- semdirnar sem sérstæð fyrirbæri án nokk- urrar frekari almennrar þýðingar. Það var ekki fyrr en 1950 að áhuginn fyrir veiru- meinsemdum fékk byr undir báða vængi, er Gross fann veiru er orsakaði hvítblæði í músum, ef þær voru smitaðar með henni ný- fæddar. Síðan hefur þróunin á rannsóknum Jreirra verið stórstíg og rnargt athyglisvert verið leitt í ljós. Eitt af Jrví sem ber áhug- anum fyrir veirumeinsemdunum glöggt vitni er að á undanförnum árum hafa verið haldin fjölmörg Jring vísindamanna um all- an heim til að ræða J^essi mál. Þau eru þegar orðin mörg veirumeinin, sem tekizt hefur að mynda í 8 tegundum tilraunadýra, og tala þeirra eykst hröðum skrefum. A vís- indaþinginu í Saltsjöbaden bættist enn eitt við, sem ekki var vitað um áður, það var eins og áður er getið, mæðin, — lungna- meinsemd sauðfjárins. Það var einnig rætt á þinginu livort nokkrir sameiginlegir eiginleikar finnist með Jressum veirutegundum, sem skilgreini þær frá venjulegum veirum, aðrir en þeir að valda meinsemdum. Það virðist ekki hafa verið hægt að benda á nein slík afbrigði. Áhugi vísindamannanna í Saltsjöbaden Margrét Gndnadóttir lœknir 6 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÖISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.