Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 7
snerist mjög um það, hvort veirumeinsemd- ir kynnu að eiga sér stað í mönnum og hvort einhver hugsanleg ráð væru til að leiða það í ljós. Hingað til hefur ekki tekizt að £á vissu fyrir því að nokkur illkynjuð mein- sernd í mönnum sé orsökuð af veirum. Þó eru vissar tegundir illkynjaðra meinsemda, sem líkur benda til að orsakist þannig. Það eru sérstakar tegundir af bráða-hvítblæði hjá börnum, sem sterkur grunur er á að sé veirumyndanir, en sérstaklega gildir það þó um hin svonefndu burkitt-lymhóm, sem koma fyrir í börnum á takmörkuðu svæði í Afríku. Þessar meinsemdir og margar aðr- ar eru nú rannsakaðar af mikilli kostgæfni í fjölmörgum rannsóknarstofnunum um all- an heim, til að freista þess að einangxa veir- ur, sem kynnu að valda þeim. Það eru þrjár leiðir, sem sérstaklega eru farnar þegar reynt er að gera sér grein fyrir, hvort veirur valdi meinsemdum hjá mönn- um. 1. Reynt hefur verið að finna veirur í meinsemdum, sem skornar hafa verið úr mönnum, með hliðstæðum aðferðum og notaðar hafa verið til að færa sönnur á þær hjá dýrum. Erfiðleikarnir eru miklir vegna þess að ekki er hægt að beita þeim aðferð- um við menn, er skara langt fram úr í dýra- tilraununum, sem sé að sprauta efninu, sem á að prófa, inn í tilraunadýrin nýfædd. Það er óþarft að taka fram, að slíkt kemur ekki til greina, þegar menn eiga í hlut. Því verð- ur að fara þá leið að sprauta lifandi frum- um úr meinsemdunum, eða súpa úr }i>eim í nýfædd tilraunadýr. Þetta dregur mjög úr líkunum að ná fullkomnum eða jákvæðum árangri, því það er fullkunnugt, að veirur vaxa bezt í frunuim sömu dýrategunda og veirurnar komu frá. Til þess að auka líkurnar fyrir jákvæðum árangri er iðulega reynt að setja hluta úr meinsemdinni í samband við heilbrigðar frumur úr vefjum manna, sem ræktaðar eru í tilraunagiösum. Séu veirur í meinfrumun- FRÉTTARRÉF UM HEILRRIGBISMÁL um, er talið hugsanlegt að þannig geti þær margfaldast og stofninn orðið sterkari og þéttskipaðri og hæfni hans vaxið til að rnynda meinsemd, þegar hann er fluttur í tilraunadýrið. Það er þegar vitað að á þenn- an hátt er hægt að fá þéttskipaðar breiður af svokölluðum polyomaveirum. 2. Önnur aðferð byggist á því að setja meinfrumur, eða hluta úr meinsemdum, í samband við frumur úr mannsfóstrum sem hafa verið ræktaðar í tilraunaglösum og fylgjast þannig með hvort heilbrigðu frum- urnar kunni að breytast og verða illkynja. Það er þegar margsannað að t. d. Rousveir- an og fleiri veirutegundir geta á þann hátt ummyndað heilbrigðar vefjafrumur dýra í meinfrumur. Þetta er hægt að sanna með því að flytja frumurnar, sem þannig er búið að meðhöndla, í tilraunadýr af sama stofni og fóstruirumurnar voru frá. Þegar frum- urnar taka að vaxa í dýrinu og mynda mein- semd, sem að lokum drepur dýrið, er ekki lengur um neitt að viilast, það er örugg sönnun þess, að frumurnar voru orðnar meinfrumur þegar þær voru fluttar í dýrið, og tekist hefur að greina slíka ummyndun á heilbrigðum dýrafrumum í tilraunaglös- um, sem háfa öll einkenni illkynja myndun- ar. Frumurnar verða meira og minna kringl- óttar, í stað þess að heilbrigðu frumurnar eru spólulaga og liggja í reglubundnum lög- um hlið við hlið, en hinar vaxa án nokk- urrar reglu, snúa í allar áttir og mynda ó- reglulegar breiður eða þykkni. Það hefur tekizt að sýna fram á að Rous- veiran og önnur veirutegund til orsaka um- rnyndun á mannafrumum í tilraunaglösum, sem líkjast mikið þeim breytingum, sem ske þegar meinsemdir verða til. Hvort hér er um raunverulega myndun meinsemdar að ræða hefur ekki enn tekizt að sanna. Full- komin sönnun þess er miklum vanda bund- in, því að þá kernur að því sem áður var drepið á, að lielzt þyrfti að flytja frumurnar yfir í lifandi viðtakanda af sama stofni, sem 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.