Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 8
Fulltrúar krabbameinsfélaga Norðurlandanna ó aðalfundi og þingi Norræna krabbameinssambands- ins í Saltsjöbaden, júní 1964. Frá vinstri: Bjarni Bjarnason lœknir, varaform. Krabbameinsfélags íslands. Reidar Eker yfirlœknir, form. norska krabbameinsfélagsins, Hilding Bergstrand prófessor, varafonnaður stenska krabbameinsfélagsins, Ch. Jacobscn lœkn- ir, formaður danska hrabbameinsfélagsins og S. Mustahallio prófessor, formaöur finnska krabbameinsfélagsins. í þessu tilfelli væri maður. Þessi leið má víst teljast að mestu eða algerlega útilokuð. Það er þó ómetanlegt að geta komið af stað æxlis- myndun í tilraunaglösum, því að það gerir kleift að fylgjast með fyrstu stigunum þegar frumurnar eru að ummyndast og verða ill- kynja. Þannig er hægt að gera mjög víðtæk- ar athuganir og fylgja nákvæmlega hverri smábreytingu frumanna í sérstökum smá- sjám. 3. Þriðja leiðin, sem alveg nýlega hefur borið árangur, er að prófa venjulegar veir- ur, sem finnast hjá mönnum, og rannsaka hæfni þeirra til að rnynda meinvöxt í ný- fæddum tilraunadýrum. Þannig hefur sann- ast, að þrjár tegundir veira, sem þekktar eru með mönnum sem kvefveirur, mynda mein- semdir í hömstrum og tvær þeirra einnig í músum. Nú beita vísindamennirnir öllum brögðum og snilli sinni til að komast að raun um hvort þessar veirur kunni að eiga þátt í myndun illkynjaðra meinsemda í mönnurn. Þýðingarmikil vitneskja er þegar fengin unr meinveirurnar og meinsemdir sem þær orsaka. En hefur þá þessi þekking fært okk- ur nýjar vonir um fulkomna meðferð ill- kynjaðra meinsemda í mannslíkamanum? Vitanlega er ekki hægt að fullyrða neitt um tiltækilega meðferð þeirra meðan ekki hefur tekizt að einangra meinveirur hjá mönnum. Dýratilraunirnar eru þó uppörvandi að 8 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.