Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 12
Er barníð yðar lika ónýtt að borða? Ég get ekki borðað. Ég hef enga lyst. Þetta eru setningar, sem foreldrar verða þráfaldlega að hlusta á. Sum börn hafa góða matarlyst frá fæð- ingu. Þau’borða og drekka af hjartans lyst og fá aldrei nægju sína. Þau bera það líka með sér, eru státin og þybbin með bústnar kinnar. Þessi börn borða jalnvel með góðri lyst, þó illa liggi á þeim. Svo er aftur fjöld- inn allur af jafnöldrum, sem vantar lystina og hungurkenndina frá byrjun. Þau eru venjulega gTannvaxin og viðkvæm. Bæði hér á landi og annars staðar álítur fjöldinn allur af foreldrum að börnin sín borði of lítið, en þó er sjaldgæft að sjá hér börn sem eru svo mögur að þeim stafi hætta af, þó þau þyki of neyzlugrönn. Það sveltur ekkert barn til lengdar af ein- tómri ólund eða þrjózku. En livað veldur því þá? í heilanum er hungur- eða átmiðstöð, en þar er einnig mettunarstöð. Þær starfa þann- sjárrannsókn. Því verður alltaf að gera próf- skurð áður en endanleg aðgerð kemur til greina. Hver einasta kona sem hefur fastan hnút í brjóstinu, einkenni inndráttar, sár, fleiður eða sjálfkrafa útferð úr vörtunni á skilyrðis- laust að láta rannsaka hvers kyns sjúkdóm- urinn sé, sem er einungis Iiægt með því að taka sýni til smásjárrannsóknar. Ef þeirri reglu er fylgt, gefur það hinar beztu vonir um örugga og ótvíræða grein- ingu. 12 ig: Þegar sykurmagn blóðsins eða önnur næringarefni þverra að vissu marki, vekur átstöðin hungurkenndina og hvetur til að borða. Aukist sykurmagnið í blóðinu deylir mettunarstöðin hungurkenndina. Venju- lega er hægt að treysta stjórnvizku þessara stöðva, en sjúkdómar og sálræn áhrif trufla þær þó iðulega. Ekker magarúm Móðirin gleymir því allt of oft, þegar hún horfir á barnið sitt hræra með ólund í mat- ardiskinum, að það þarfnast minni næringar en fullorðið fólk. Auk þess þurfa börn mis- mikið að borða. Fjörugt barn, sem aldrei stanzar, þarf eðlilega meira að borða en ró- lega barnið, sem hreyfir sig lítið. Þó for- eldrar geri sér sæmilega grein fyrir matar- þörf barnanna sinna, vanmeta þau æði oft það sem þau láta í sig á milli máltíðanna, svo sem sætindi, ávexti og drykki. A einurri stað ná þau í brjóstsykur eða konfekt, á öðr- um í epli o. s. frv. Þegar þau setjast að mat- borðinu eru þau orðin södd eltir fyrstu bit- ana og neita því að borða af fullkomlega eðlilegum ástæðum; það er ekkert rúnr fyrir matinn. Það er sjaldgæft, að fullorðnu fólki þyki allur matur jafn góður. Börn hafa iðulega alveg sérstaka óbeit á vissum matartegund um. Þá duga lrvorki fortölur, verðlaun né hótanir. Þau mega ekki sjá þennan mat og fást ekki nreð íreinu móti til að láta hann í sig. I hamingju bænunr neyðið ekki Irörnin til að borða slíka rétti, þó þeir kunni að FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁI.

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.