Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 13
vera lostæti að ykkar smekk. Það er óhaf- andi að faðirinn fari að leika mikla og sterka manninn, sem ætlar að taka af skarið með þvingunum og valdboði. Það er oft vandlalítið að örva matarlyst sem er horfin út af einhverjum erjum eða leiðindum. Dálítil þolinmæði og smá brell- ur geta bætt hana. Barnið verður að gleyma öllum leiðindum frá fyrri máltíðum og for- eldarnir eiga að gera allt til þess að barnið hafi ánægju oggleði af borðhaldinu. Margir munu segja að þetta sé hægara sagt en gert. Það er venjulega hægt og það verður að ger- ast. Hér em nokkrar ábendingar Leyfið barninu að borða oft með vinum sínum. Það dreifir huganum, vekur lijá því keppni við hitt barnið, svo jxað gleymir að gera sér rellu út ai hvað og hve mikið það borðar. Nú skal ekki framar rætt um mat eða át við matborðið. Engar ógnanir eða hvatning- ar mega eiga sér stað. Vilji barnið ekki borða meira, jrá leyfið Jdví að fara frá matborðinn umtölulaust. Gefið barninu lítið á diskinn í einu. Haf- ið matinn vel tilbúinn og fallega framreidd- an, jrví augun taka líka Jrátt í máltíðinni. Mörg börn missa matarlystina þegar jran sjá heilan matarhaug á diskinum, sem jrau vita að þau ráða ekkert við að klára. Gefið enga drykki á undan máltíðunum, Jíví vökvinn fyllir magann. Lystaukandi lyf hafa enga jiýðingu, ef börnin fá nægjanlegt af grænmeti, gi'æn- metissalötnm og ávöxtum. Segið skyldmennum, vinum og kanp- manninum sem þið verzlið við, að barnið yðar megi ekki fá sælgæti. Börn eiga helzt engin sætindi að fá. Þau drepa niður matar- lystina hvað lítið sem borðað er af Jreim á milli máltíðanna, síðasta reglan gildir skil- yrðislaust um öll börn, en að öðru leyti eiga FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGBISMÁL Hinn alþekkti harmleikur viö matborðiö: Barnið okkar vill ekhi boröa. ábendingarnar aðeins við um börn sem eru lystarlítil, en virðast þó frísk og eðlilega fjörug. Sé barnið þreytt, máttlaust eða með hita- slæðing Jiarf Jrað rannsóknar við, því þá staf- ar lystarleysið af sjúkdómi. Hvenær sem líkaminn verður fyrir smit- un, snýst hann hart til varnar gegn henni. Hann getur átt í svo harðri baráttu við árás- aröllin, að mikið át og áreynsla sem melt- ingunni fylgir, geta íjayngt honum um of. Ifann beizlar Jrví iðulega matarlystina af þeim ástæðum, enda er barninu þá oft holl- ast að fá aðeins ávaxtasafa og te að drekka. Þið megið trúa því, að þegar sjúkdómur- inn er um garð genginn, er barnslíkaminn 13

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.