Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 14

Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 14
Taila yfú- eðlilega stærð og þyngd. Stærri börn mega vera eitthvað þyngri, minni eitthvað iéttari. DRENGIR STÚLKUR AUIur SUvrð Þyngcl Slœrð Þyngd 5 ára llOcm 14-22 kg 109 cm 14-22 kg 6 - 116 - 15-26 - 115 - 15-25 - 7 — 121 - 17-29 - 120 - 16-29 - 8 - 126 - 18-32 - 125 - 17-31 - 9 - 131 - 20-35 - 130 - 19-35 - 10 - 136 - 22-39 - 130 - 20-38 - 11 - 140 - 23-41 - 140 - 21-42 - 12 - 144 - 25-45 - 145 - 25-46 - 13 - 149 - 26-50 - 151 - 26-54 - 14 - 154 - 27-57 - 156 - 31-59 - fljótur að vinna upp aftur það sem hann léttist meðan á veikindunum stóð. Loks huggunarorð til mæðranna sem eiga neyzlugrönn börn: Það gerir lífið þægilegra að vera grannholda en feitur. Þessi grein er þýdd úr þýzka tímaritinu Der Spiegel, — Spegillinn — og er skrifuð fyrir það af þekktum barnalækni. Það virðist endast foreldrum um allan heim sem eilíft vandamál að fá börnin sín til að borða, svo að þeim sjálfum líki, án til- lits til þess hvað börnunum líður. Hvernig er þessum málum varið hér á landi? Við höfum víst ekki af neinu að státa í þeim efnum. Sennilega ber fátt eins oft á góma þegar mæður ræða um börnin sín og það, hvað þær eigi í miklu stríði með að fá þau til að borða. Oftast eru þessar ásakanir born- ar fram að börnunum áheyrandi. Flestar líta þær á þenna svokallaða ljóð barna sinna sem óþekkt, þó aðrar lieimfæri það allt upp á sjúkdóma. Vinkonan eða grannkonan er varla komin inn úr dyrunum og búin að heilsa barninu með viðeigandi lofi til að gleðja það og móð- urina, þegar hún upphefur sinn venjulega söng um að kannski sé greyið ekki sem verst nema að því, að það fáist bókstaflega ekki til að borða. Þetta sé alveg að gera út af við sig og svo verði pabbi þess svo pirraður að hann liundskammi litla skinnið og allt endi í giáti og gnístran tanna. Því næst hefjast langar umræður um þetta vandræðabarn og hvað eigi að taka til bragðs. Lystaukandi meðul frá heimilis- lækninum og barnalækninum duga ekki neitt. Ljósböðin konm ekki að neiriu gagni. Þótt háls- og nefkirtlarnir væru teknir breytti það engu. Það finnst aldrei neitt að barninu, hvernig sem það er rannsakað og þarna stendur maður uppi ráðþrota og ör- væntingarfullur. Annaðhvort hlýtur eitt- hvað að ganga að barninu, sem læknarnir finna ekki, botnlangabólga eða bólgnir kirtl- ar. Maður veit nú hvernig það er, slíkt finnst oft ekki fyrr en eftir diik og disk, þeg- ar það er búið að valda óbætanlegu tjóni, bæði fyrir vöxtinn og þroskann. Sé hins veg- ar ekki um neitt slíkt að ræða, er lang senni- legast að það sé eintóm þrjózka og uppreisn- arandi, sem enginn veit hvaðan barnið getur haft. En livað sem um það er, ætlar þetta mann lifandi að drepa. Þessu líkt mega veslings börnin hlusta á síendurtekið dögum og jafnvel árum saman. Allir lialda að þau heyri það ekki vegna þess að þeim sé nákvæmlega sama, það komi því ekki neitt við þau. Þannig veður fullorðna fóikið iðulega í villu og svíma gagnvart börnum sínum. Öll skynsiim og andlega heilbrigð börn taka vel eftir því, sem um þau er sagt og er lireint ekki sama, sé það þeim til hnjóðs, þótt þau byrgi það innra með sér og láti það ekki í ljós. Hjá sumum kemirr það fram eftir lang- an tíma og sannast þannig, að þau geta ver- ið ótrúlega langminnug á það, sem frarn við þau kemur. Akærur og aðfinnslur sem oft byggjast á algerum rökleysum og skilningsleysi eru eit- ur í beinum allra barna, sem við slíkt eiga að búa og geta valdið þeim miklu andlegu tjóni. Mér dettur í jiessu í sambandi í hug 14 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGBISMÁI.

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.