Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 16
Kueðja íshafsprestsíns Biskupinn yfir Norður-Hálogalandi, Monrad Norderval er þeim fágætu hæfileik- um búinn að geta verið bæði djarfmæltur og hreinskilinn, en eiga þó frábærum vin- sældum að fagna meðal norsku þjóðarinnar. í grein sem ég las um hann nýlega segir: íshafspresturinn er ekki einungis þekktur um allan Noreg, heldur langt út yfir endi- mörk lands síns. Hann á virðingu allra og ást margra. í vitund þjóðar sinnar er hann jafnoki Kristian Schelderups biskups. Sl. haust kom út bók eftir hann: Vegur- inn mikli. Hún er mikil l)ók, þótt hún sé ekki stór. Greinin, sem hér fer á eftir, er þýdd úr bókinni. Ég þakka þá sæmd að mega birta liana. Svarið við þeirri ósk minni er svohljóðandi: Tromsö 22. 4. 1965 Þnkka vinsamlega bréfið yðar frá 15. þ. m. Vitanlega megið þér birta þessa grein, og annað sem ég hefi skrifað, eins og yður þólin- ast.. Ég skrifa með það fyrir augum að ná clrápstaki á hinu illa, öfuga og rangsnúna, en leitast við að koma góðu til leiðar. Þvi er mér umhugað um að það komist sem lengst út meðal mannanna barna. Þaltka yður einnig það sem þér gerið í þá átt. Vonandi eigum við eft.ir að hittast. Ég hefi nokkrum sinnum komið t.il íslands. Landið er töfr- andi, fólkið skemmtilegt. Ég þekki vel org- anmeistarann í Reykjavík, Pál Isólfsson. fíerið honum kveðju mína. Þá minnist ég ?neð áncegju tannlæknisins Biltvedt sem var í Reykjavik, en er nú á Sauðárkróki. Ef þér hittið hann, bið ég að heilsa honum og norsku konunni hans. Með beztu kveðjum. Yðar Monrad Norderval ÞJÓÐ ARLÖSTUR Það eru 2 ár síðan ég varð að bjargast konulaus í nokkra mánuði og borða á kaffi- húsum og veitingastöðum eftir því sem verk- ast vildi. Það voru fyrst og fremst unglingar og táningar, sem slæptust þar og héngu fram á borðin. Ég varð að viðundri yfii því sem ég sá þar. Það voru ekki einungis strákarnii, heldur einnig stelpur, 13—14 ára, sem sátu þar í runum og röðum, þreytuleg til augnarina, með lafandi kjálka og síreyktu. Kveiktu í nýrri sígarettu með stubbnum af þeirri fyrri. Það var furðulegt. Ung móðir kom til mín og barmaði sér yf- ir anganum sínum. Hún sagðist aldrei fá stundlegan frið fyrir honum. Hann vældi jafnt og þétt, nætur sem daga og hún skildi ekki neitt í neinu, því hún gerði allt fyrir drenginn og annaðist hann eftir öllum kúnstarinnar reglum. Skilurðu þetta ekki, góða mín, sagði ég, það ætti þó að vera augljóst mál. Barnið vælir af tóbaksleysi, auðvitað. Hann er bú- inn að venjast sígarettum í 9 mánuði og svo eru þær skyndilega teknar af honum, það ler ekki á milli mála að hann hlýtur að grenja, greyið. Þú sérð sjálf að þetta er ni- kotinhungur. Á stríðsárunum hurfu vettlingarnir unn- vörpum úr vösum fólksins á meðan það sat í kirkjunni eða bænahúsinu. Hreppstjórinn lagðist á gægjur og greip sökudólginn að verki, snáða á 10. ári. Það kom í ljós, að hann selcli I>jóðverjum þá fyrir sígarettur. Hver fær sígaretturnar hjá þér, spurði hreppstjórinn. Ég reyki þær sjálfur, svaraði sá stutti. 16 I'RÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.