Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 17

Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 17
Því verðurðu að hætta, sagði hreppstjór- inn, þetta er hættulegt fyrir litla drengi eins og þig. Já, en ég hefi margreynt að hætta, en get það ekki. Ég er búinn að reykja í 3 ár. Svo sannarlega er þjóðin okkar á góðum vegi með að verða nikotinistar. Það er lóðið. Það rýkur úr öllum hausum. Það er remma úr hverjum einasta kjafti og hverri nös. Úr gardínum og gólfteppum, sængur- fötum og klæðnaði. Frá öllu leggur þef af gömlum reyk. Rannsóknir sýna að börnin okkar eru tó- baksþrælar, þegar í unglingaskólunum. Börnunum er bannað að reykja í skólun- um. En kennararnir, fyrirmynd barnanna, þeir geta reykt. Ætli krakki inn í kennara- stofuna einhverra erinda, sér hann ekkert fyrir tóbaksreyk, sem veltur eins og ský út um dyrnar í hvert skipti sem þær opnast. Að minnast á þetta við kennarana? Nei, það er eins gott að ómaka sig ekki með því, þá er betra að ávarpa grjótvegg. Ég hef reynt að vernda börnin mín fyrir þessum ófögnuði, skýrt fyrir þeim hætturn- ar ,hvað það sé mikil fjarstæða að þrælbinda sig venjum sem eru svo dýrkeyptar, eyði- leggja vinnugleðina og eru á margan hátt stórskaðlegar. En svo er ég heimsóttur al allskonar höfðingjum, biskupum, próföst- um, djáknum, formönnum heimatrúboðs- ins, prófessorum í uppeldislræðum og skipu- lagsfræðum, og allir eru þeir með hvíta titt- inn í munnvikinu, rjúkandi af nikotini. En börnin mín eru ekkert lússa á djáknanum eða formanni heimatrúboðsins, heldur ekki á biskupnum eða prófastinum, ekki á pró- fessornum í siðfræði og skipulagsfræðum, en þau eru hissa á mér. Hverskonar fugl er hann þessi pabbi þeirra, sem varar þau við því,sem allt almennilegt fólk hefur umhönd og þykir gott? Og þarna stend ég uppi eins og einhver heimótt eða bjálfi. Þegar fólk spyr mig, hversvegna ég reyki ekki, get ég ekki svarað öðru en því að það FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL sé svo teprulegt. Erlingur vinur minn í Kristvík uppi á Völlurn var sannur mann- þekkjari og sálkönnuður. Hann sá það út hvernig það á sér sameiginlega orsök að fólk treður öllu mögulegu í kjaftinn, eins og sígarettum og tyggigúmmíi og öllu þess hátt- ar. Það er ófullnægð löngun til að sjúga, eða vera á brjósti. Aður fyrr mátti ef til vill líta á tóbakið sem einn þeirra hluta er kallast adifora, eitt- hvað beggja blands, sem liægt var að um- gangast eins og hvern lysti, nota þá eða nota ekki. Þeir hlutir voru hvorki guðlegir né óguðlegir, hvorki illir né góðir, sama hvort þeir voru til eða ekki. Gagnvart þeim gat því hver haft sinn vilja og hver sinn smekk. Nú erum við allt öðru vísi sett. Vísindin segja okkur að tóbak sé stórhættulegt eitur, sem smátt og smátt fari með heilsuna. Krabbamein í lungun og hálsinn, æða- sjúkdómar, margvísleg hættideg áhrif á hjarta, lifur, nýru og lungu, feta í fótspor sígarettunnar og nikotinsins. Þetta varpar alveg nýju 1 jósi á málið. í stað þess að vera fikt, sem hvorki gerir til né frá, eru sígarettureykingarnar orðnar siðfræðilegt vandamál. Frá sjónarmiði kristninnar er það vitandi vits að spilla og ríl'a niður musteri líkamans, sem Guð gaf okkur sem bústað. Það ræður örlögum ást- vina okkar til ills eða góðs, þroski og heil- brigði barnanna okkar veltur á því. Fyrir nokkrum dögum hitti ég vin frá skólaárunum, sem nú er þekktur lungna- sérfræðingur, en hefur reykt eins og skor- steinn alla sína daga. Ég spurði hann hvort nokkuð væri að marka allt þetta sem sagt er um tóbakið, krabbamein í lungum og allt það fargan. Örugglega! Ómótmælanlegt! sagði hann. Ég reykti 60 sígarettur á dag, en nú þori ég það ekki lengur, enda hættur. Fjöldi lækna, en þó alltof fáir, hafa varað við hættunum og sagt sannleikann, jafn- framt því sem þeir neita sér um nikotinið 17

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.