Heilbrigðismál - 01.07.1965, Blaðsíða 3

Heilbrigðismál - 01.07.1965, Blaðsíða 3
NorsM radíumspítalinn Norska þjóðin er stolt af þessu sjúkrahúsi og hefur ástæðu til þess. (Sjá forsíðumynd). Það er eitt af beztu sjúkrahúsum sinnar teg- undar í Evrópu á sínu sviði, bæði að gerð og öllum búnaði. Eins og nafnið bendir til er starfsemi spít- alans nær eingöngu helguð lækningu krabbameins. Þar leita sér lækninga sjúkl- ingar úr öllum byggðum Noregs en auk þess senda læknar annarra landa iðulega sjúklinga sína þangað. Það rná segja að forsaga þessa spítala sé næsta ævintýraleg, Joví að öll norska þjóðin tók þátt í byggingu hans á svo eftirminni- legan hátt og af slíkri rausn að varla munu dæmi slíks. Forystumenn norska krabbameinssam- bandsins, með formann þess Dr. Reidar Eker og Othar Jakobsen, aðalritara þess og framkvæmdastjóra, í broddi fylkingar, komu sér sanian urn að efna til fjársöfnunar, sam- tímis á öllu landinu, til byggingar sjúkra- hússins. Ástæðan til þess var knýjandi þörf, því víðsvegar um landið voru krabbameins- sjúklingar, sem engin tök voru á að fylgjast með eins og þurfti eða að veita þeim neina fidlkomna læknishjálp. Dr. Eker er þekktur vísindamaður á sviði krabbameinsrannsókna en er jafnframt framkvæmdastjóri Radíumspítalans. Othar Jakobsen hefur um langt skeið verið framkvæmdastjóri og aðalritari Norska Krabbameinssambandsins og sýnt þar frábæran dugnað og skipulagshæfileiká. Báðir þessir menn hafa hvað eftir annað komið til Islands, bæði þegar þing Norræna krabbameinssambandsins hafa verið haldin hér á landi, ank þess dvaldi Othar Jakobsen hér um tíma fyrir nokkrum árum, sem FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL ráðunautur krabbameinsfélaganna á sviði fjármála. Þá eiga krabbameinsfélögin Dr. Eker miklar þakkir að gjalda fyrir rannsókn- arstörf þau sem hann og forstöðumaður frumurannsóknardeildar Radíumspítalans létu vinna fyrir Krabbameinsfélag íslands árum saman, félaginu að kostnaðarlausu. Ennfremur veittu þessir sömu læknar 2 ís- lenzkum stúlkum 9 mánaða kennslu í frumugreiningu, sem undirbúning undir starf þeirra við krabbameinsleitarstöðina, sem annast fjöldarannsóknir vegna legháls- krabbameins, einnig endurgjaklslaust. Starf þeirra Dr. Ekers og Jakobsens í þágu Radíumspítalans mun lengi í minnum haft í Noregi. Skipulagning landssöfnunarinnar var frábær. Fjöldi fólks víðsvegar um land- ið vann að henni sem sjálfboðaliðar, dag- blöðin, síminn, póstur og útvarp studdi einnig söfnunina af mikilli rausn. Forustu- mennirnir lögðu á sig geysilega vinnu til að sjá um að hvergi brysti hlekkur og mátti heita að þeir legðu saman dag og nótt í heil- an mánuð til að sjá öllu sem bezt borgið. Að þeim tíma liðnum hafði safnazt svo mik- ið fé að hægt reyndist að koma upp hinu mikla og glæsilega sjúkrahúsi. Allan mán- uðinn sem söfnunin stóð birtu blöðin og fréttastofnanirnar daglegar fréttir af söfn- uninni og íólkið fylgdist með af miklum eldmóði og talið var að mikill meirihluti landsmanna hefði lagt eitthvað af mörkum. Þátttakan varð svo almenn að tala mátti um þjóðhreyfingu í því sambandi. Norska þjóðin hefur gengið í gegnum margar eldraunir og þurft á jiví að halda að standa saman sem einn maður. Ekki eru Jieir atburðir langt undan sem síðast knúðu hana til þess. Hún stóðst þá raun með frá- 3

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.