Heilbrigðismál - 01.07.1965, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.07.1965, Blaðsíða 6
eftir því sem tæknin leggur þeim fleiri tæki og vopn upp í hendurnar. Það er fólkið sem fæddist um og eftir lok síðari heimsstyrjakl- arinnar sem nú á hvað mest á hættu að blekkjast af þessum áróðri og við vitum að börnin og unglingarnir í barnaskólunum mynda einnig álitlegan hóp viðskiptavina sígarettusalanna. Það leynir sér heldur ekki að tóbaksframleiðenduinir stefna einnig auglýsingaskeytunr sínum að þeim aldurs- flokkum, svo óhugnanlegar eru þær brautir sem fégræðgin og fjárplógskapphlaupið get- ur leitt mennina út í. Hvers virði verður þá öll viðleitni lækn- anna, kennaranna, hjúkrunarfólksins og annarra sem leitast við að fræða fólkið um hætturnar, þegar svona er farið að? Þó þetta fólk geri sitt ýtrasta til að vernda börnin og unglingana fyrir þessum voða er það meira og minna unnið fyrir gíg og eyðilagt, því máttur auglýsingarinnar er stórkostlegur svo að fátt fær staðizt hann eða hamlað gegn valdi hans og áhrifum. Það hlýtur þó að koma að því að tóbaks- hringarnir og hluthafar þeirra verði að Iiaga sér eins og siðaðir menn með ábyrgðartil- finningu og draga úr eða hætta hinu brjál- aða auglýsingakapphlaupi, og horfast í augu við að það verður að draga úr reykingunum í heiminum, því það er orðið allt of margt fólk sem reykir allt of margar sígarettur. Hinar liamslausu og fruntalegu aðgerðir þeirra, sem allar miða að því að hvetja fólk á öllum aldri til Jressa athæfis er orðinn vís- vitandi fjandskapur við þjóðfélagið, og sé engin leið að brjóta brodd hans á annan hátt verða löggjafarsamkomur þjóðanna vit- anlega að skerast í leikinn. Sem ljetur fer er engin tóbaksframleiðsla hér á landi sé neftóbakið undanskilið, en það má víst telja fremur saklaust. En tóbaks- auglýsingar vaða hér uppi og jafnvel hvað mest síðan umræður hófust um að banna þær með lögunr. Það má vera að það breyti litlu þó Alþingi banni tóbaksauglýsingar, en það sem þó vinnst með því er að það víkur sér ekki undan þeim skyldunr senr á því hvíla í þessu efni og sýnir viðleitni til að styrkja þá baráttu senr krabbameinsfélögin, skólarnir og fleiri aðilar halda uppi, þó að við ofurefli sé að etja. Það vakti ekki litla athygli sunrs staðar erlendis þegar ísland varð fyrst allra þjóða til að reka af höndum sér þá villimennsku sem hnefaleikarnir eru. Það liggur nærri að halda að það yki einnig sænrd þess út á við ef það bannaði og fordænrdi tóbaksauglýs- ingar á íslandi, þó það geti ekki með þeinr aðgerðunr sínum hrundið ófögnuðinum af þjóðinni eða bætt það böl senr hann veldur, nema ef til vill að einhverju örlitlu leyti. Eir livert spor senr rrriðar í rétta átt, hversu snrátt sem það kann að vera er þess virði að stíga það og er skylda þeirra senr telja sig líf og lreilsu hinnar upprennandi kynslóðar einliverju skipta. Það urðu sár vonbrigði þegar frunrvarpið unr bannið við tóbaksauglýsingmrr dagaði irppi á Alþingi, en vonandi hafa það verið nristök sem verða leiðrétt þegar á næsta þingi. Heimurinn stendur nú á vegamótunr gagnvart tóbaksnautninni, því nú veit hann unr voðann serrr hún hefur í för með sér og jafnframt ætti Jrað að verða ljóst að tóbaks- framleiðendunum getur ekki lengur haldizt uppi að mata krókinn á kostnað Ireilsu og lífshamingju þeirrar kynslóðar senr nú er að erfa hann. Öll Jrvingun er andstyggileg, en ef ein- hverjir heimta að halda uppi fjandsamleg- unr athöfnum gegn Jrjóð siniri, eða telja sig ekki geta konrizt hjá því, er ekki um neitt að velja: Það verður með einhverjum aðgerð- um að ráða rriðurlögum þeirra afla. Bj. Bj. 6 I'RÉTTABRÉF UM HEILBRIGBISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.