Heilbrigðismál - 01.07.1965, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.07.1965, Blaðsíða 9
Þótti bók sú, er hann skrifaði um allt er hann sá þar harla merkileg á sínum tíma. Nú fyrir nokkrum árum hafa 2 Banda- ríkjamenn, sem báðir heita Wolf að eftir- nafni, fengið samskonar tækifæri og eftir fjögra ára látlausar rannsóknir gáfu þeir út bók um allt er þeir urðu áskynja. 100 ára frannsóknir og framfarir á sviði læknisfræðinnar, frá dögurn Beoumont, hafa gert þessum læknum kleift, að fram- kvæma allskonar athuganir sem Beoumont liafði engin skilyrði til að leysa af hendi. Bók þeirra er því á allan hátt nákvæmari og merkilegri en bók hans. Maðurinn sem þessir læknar eiga frægð sína að þakka heitir Tómas. Hann er íri að ætt og uppruna. Eins og títt er um marga þeirrar þjóðar menn er Tómas viðkvæmur í lund, grillugjarn og ofsalega bráðlyndur. Hann fór því jafnt og þétt út úr jafnvægi og hugur hans var löngum sem haf í róti. Ekki er grunlaust um að þeir félagarnir hafi stundum átt sinn þátt í þeim hrelling- um sem Tómas mátti þola meðan á rann- sóknunum stóð, þó þeir þættust vitanlega þar livergi nærri koma. Tómas var 56 ára þegar rannsóknirnar hófust. Ástæðan fyrir því að þessar rann- sóknir gátu farið fram á Tómasi, var slys sem liann varð fyrir þegar hann var 9 ára. Knæpuhaldari í næsta húsi við heimili ltans, gaf föður hans eitt sinn sjóðandi heita og þykka gi'ænmetissoppu. Faðir hans bar drykkinn heim í bjórkollu, sem af tilviljun var hendinni næst. Hann skaut kollunni inn í eldhús og gekk síðan út. í sömu andránni kom Tómas litli inn í eldhúsið heitur og þyrstur frá leikjum úti við. Hann greip kolluna, sem var úr þykkum leir og ekki orðin lieit í gegn og hugðist fá sér vænan teig af vel köldu öli. Hann tók stærðar gúlsopa af hinum sjóðheitadrykk. Af ótta við ákúrur, ef hann spýtti út úr sér á eldhúsgólfið, renndi hann sopanum niður. I RÉTTABRÉF UM HElLBRIGfllSMÁL í sömu andxá greindi hann ofsalega bruna- kennd í munni, hálsi og maga, en því næst féll hann meðvitundarlaus á eldhúsgólfið. Bruninn var svo alvarlegur að vélindið lokaðist alveg. Eina úrræðið var því að gera op inn í magann, gegn um magálinn og næra hann í gegn um það. Tómas var ákaflega hiæddur við lækna og fékk mestu skönnn á þeim vegna allra þeirra þjáninga sem þeir urðu að baka hon- um í sambandi við slysið. í 30 ár leyfði hann engum lækni að líta á magaopið og forðað- ist af fremsta rnegni að láta nokkurn mann vita um það. En loks neyddist hann til að leita læknis, vegna þess að holdsauki myndaðist í börm- urn opsins og blæddi svo úr að ekki varð við ráðið. Læknirinn sem hann leitaði til skar holds- aukann burtu og minnkaði um leið slím- húðarkragann sem gúlpaði út í kring um magálsopið og þrengdi það svo að fæðan leitaði síður út um það. En þetta fór öðru- vísi en ætlað var. Slímhúðarkraginn sem áður lukti opinu saman stóð nú hálfopinn eftir aðgerðina og magainnihaldið leitaði nú meir út en áður. Ekki minnkaði óbeit Tómasar á læknun- um við þetta. Það kostaði því feikna erl’iði og fortölur fyrir þá félaganna Úlfana (Wolf og Wolf) að fá hann til rannsóknanna. Eftir langvarandi fortölur og tilboð, lét hann þó tilleiðast, sennilega eingöngu vegna fátæktar, atvinnuleysis og hræðslu við að geta ekki framfleytt konu sinni og börnum. Tómas óttaðist fjárþröng framar öllu öðru og hafði ríka sóma- og skyldutilfinn- ingu. Hann hafði því löngum þungar áhyggjur út af afkomu sinni og framtíð fjölskyldunn- ar. Enga skömm gat hann hugsað sér meiri en að geta ekki séð sjálfum sér og sínum farborða. Atvinna hans var hinsvegar æði stopul og oftast léleg. 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.