Heilbrigðismál - 01.07.1965, Blaðsíða 17

Heilbrigðismál - 01.07.1965, Blaðsíða 17
Ógæfa Tómasar ... Framh. af bls. 12. Eftirvænting, kvíði og erfiðleikakennd, hafði stöðugt aukna safamyndun í för með sér, því fylgdi einnig aukin blóðsókn nreð þrútinni magaslímhúð. Þetta kom glöggt í ljós dag nokkurn þegar rannsókn á dóttur hans stóð fyrir dyruin. Hún hafði verið veik um skeið og var óttast að hún hefði illkynjaða meinsemd í þvag- færum. Tómas var óðamála og eirðarlaus allan morguninn og lét jafnt og þétt í ljós kvíða sinn fyrir því hvað rannsóknin myndi sýna. Kvíðinn virtist alveg yfirgnæfandi en var bundinn efa og ótta um árangur rann- sóknanna. Magastarfsemin var rnjög aukin í þá klt., sem hann beið svars, þó ekki eins og í sambandi við reiði- og gremjuköstin. Með því að kvíðinn stóð stutt og hægt var að losa hann við hann með öllu að rann- sókninni lokinni, komst maginn fljótlega í samt lag. Einn morgunn kom Tómas 15 mín. of seint í rannsóknarstofuna. Þó leið um hálf- tími þar til læknirinn, sem hann átti að að- stoða kom á vettvang. Tómas beið í dauðans angist út af jrví að hann kynni að hafa mis- skilið fyrirskipanirnar kvöldinu áður og ætti ef til vill að aðstoða hann annars staðar í sjúkrahúsinu. Svo var jró ekki. Læknirinn hafði óvænt þurft að vinna þessa stund í annarri rannsóknarstofu. Honum létti jrví mjög Jiegar læknirinn kom og sagði honum hvernig í öllu lægi. Rannsókn leiddi í ljós mikið uppnám í maganum, safamyndun geysimikil og sýrustyrkleikinn að sama skapi. Blóðþrútnar slímhúðir með dökkum roða. Hreyfingar magans örar og krampa- kenndar. Hálftíma seinna var sjúklingur- inn kominn í jafnvægi og maginn starfaði eðlilega. Mestar urðu Jió breytingar í maga Tóm- asar út af fjárhagsáhyggjum sem hann lenti í. Áður en hann réðist að sjúkrahúsinu, sem FRÉTTABRÉF UM HFILBRIGÐISMÁL hann bæði starfaði við og var rannsakaður í, hafði hann notið styrks frá ríkinu. Með ríkisstyrknum gat hann rétt haldið lífinu í sér og fjölskyldu sinni. Nú bjó hann við rniklu betri kjör. Fjölskyldan gat veitt sér flest sem hana langaði til. Læknarnir höfðu hinsvegar aldrei rætt um Jrað við Tómas hve lengi ráðning hans ætti að standa. Af Jressu hafði Tómas rniklar og sívaxandi áhyggjur, án þess að fá sig til að ræða málið við læknana. Loks varð hon- um óvissan ofraun. Hann ræddi um málið við konu sína kvöld nokkurt, Þau urðu bæði andvaka og hvorugt Jreirra sofnaði fyrr en undir morgun, Jregar Jrau höfðu ákveðið, að Tómas fengi skorið úr málinu daginn eftir. Magarannsókn á Tómasi þennan morgun, leiddi í l jós meiri safamyndun og sýrustyrk- leik en nokkru sinni fyrr eða síðar. Hinu sama gegndi um roða og blóðsókn til slím- húðarinnar. Hún var dökkrauð, jafnvel blá- leit og svo þrútin að æðarnar virtust sum- staðar koninar að Jiví að springa. Hreyfing- ar magans krampakenndari og ofsalegri en nokkru sinni áður. Um leið og hann minntist á áhyggjuefni sitt, var hann fullvissaður um að stofnunin myndi sjá lionum farborða alla tíð, og ekki rýra kjör hans á neinn hátt. Þrátt fyrir Jretta, liélzt uppnámið í mag- anum óbreytt, þegar rannsókninni lauk 3 tímum seinna. Áður en Tómas gerðist starfsmaður sjúkrahússins hafði hann verið í lélegri at- vinnu árum saman, eins og áður er sagt. Þessi atvinna féll honum illa í geð og auk þess svo ótrygg að hún gat brugðist hvenær sem var. Hann var því síkvíðandi um hag sinn og hafði þungar áhyggjur um framtíð sína og sinna. Þá skeði Jiað, að sárið myndaðist í slímhúð- inni við magaopið. Hvað eftir annað fékk hann miklar blæðingar frá sárinu. Að lok- urn varð hann algerlega óvinnufær og var lagður á sjúkrahúsið, sem hann þrásinnis 17

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.