Heilbrigðismál - 01.07.1965, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.07.1965, Blaðsíða 18
hafði neitað tilboðum frá, um að gerast starfsmaður þess og tilraunadýr. Nú var svo komið að hann sá sér ekki lengur l’ært annað en að taka tilboðinu. Sárið gréri fljótt og vel og allt virtist leika í lyndi fyrir Tómasi. En ekki leið á löngu þar til nýtt tímabil hófst í lífi Tómasar, hlaðið allskonar erfið- leikum og áhyggjum. Veikindi stjúpdóttur hans, með langvarandi sjúkrahúsvist, höfðu það í för með sér að Tómas varð að sjá börn- um liennar farborða, því að hún var skilin við mann sinn, sem var ræfill og hugsaði ekkert um að sjá fyrir þeim. Tómas átti í þungu sálarstríði út af börn- unum, hvort hann ætti að taka þau til sín, eða koma þeim fyrir hjá vandalausum. Hann tók loks seinni kostinn. Þegar hann sá að sér yrði fjárhagslega um rnegn að greiða með börnunum, fékk hann yfirvöldin til að skerast í leikinn og þvinga föður þeirra til að vinna fyrir þeim. Tómas tók sér þetta mál mjög nærri. Sérstaklega tók hann sárt til lítils drengs, sem var honum líkur í mörgu og óvenju kær. Auk þess steðjuðu um sama leyti ýms önn- ur vandamál að nánustu ættingjum Tómas- ar, sem juku á áhyggjur hans, samfara á- rekstrum heima fyrir innan fjölskyldunn- ar. Allt þetta tímabil var slímhúðin í maga Tómasar sírauð og þrútin. Sýrumagnið var aukið um meir en helming, safamyndunin stóraukin og hreyfingar magans alltof örar. Barnabörnum Tómasar leiddist æ meir í nýju vistinni, voru hálf illa haldin og þrifust ekki. Tómas tók því þá ákvörðun að taka börnin heim til sín. Við þetta létti honum nokkuð. Magastarf- semin varð frekar rólegri og eðlilegri. Upp úr þessu tók að rætast úr vandamálum fjöl- skyldunnar og loks tilkynning frá sjúkra- húsinu um nýja launahækkun; þá fyrst komst magastarfsemi Tómasar í eðlilegt horf. Tómas svaf oft meðan á rannsóknunum stóð. Væri magastarfsemin í uppnámi af á- hyggjum, reiði, kvíða eða öðrum geðshrær- ingum, varð engin breyting á því í svefnin- um. Væri hún fullkomlega róleg og eðlileg þegar hann sofnaði, hélzt hún oftast þannig, meðan hann svaf. Þó átti sér stað að hún örvaðist skyndilega. Oft fékk Tómas flögrandi verki í magann eftir snöggar geðshræringar og jafnvel nið- urgangsköst. Munnvatnsmyndun stóð oftast í beinu hlutfalli við safamyndun magans. Venjulegt munnvatnsmagn eftir þriggja tíma rannsókn reyndist um 40 gr. Eitt sinn þegar sjúklingurinn var mjög daufur í bragði og örvæntingarfullur, komst það niður í 10 gr. í annað skipti komst það upp í 72 gr. í sambandi við ákafa reiði, en daginn sem hann var kvíðnastur út at því hvort hann héldi stöðu sinni við sjúkrahús- ið, stóð það í 56 gr. Útvíkkun og samdrættir í æðum maga- slímhúðarinnar, roði og fölvi í andlitinu, fór nokkurn veginn saman eins og áður var sagt. Þegar þunglyndi og ótti steðjaði að Tónr- asi, var hann jafnan þögull, fáskiptinn, at- hafnalítill og seinn í svifum. En þegar hann var í æstu skapi, reiður og ákafur, var hann sítalandi, eirðarlaus, fas- mikill og hamaðist við vinnu sína. Hér er aðeins örstutt ágrip af hinni löngu og ævintýralegu sögu Tómasar, er skráð var í rannsóknarstofu sjúkrahússins, sem hefur skuldbundið sig til að sjá honum farborða allt hans líf, gegn því að hann fórnaði sér fyrir hinar margþættu rannsóknir, sem á honum voru framkvæmdar. Þannig hefur ógæfa Tómasar orðið til þess að liægt var að bregða ljósi yfir ýmis- legt ,sem áður var hulið að miklu eða öllu leyti. Ef til vill verður því haldið fram, að rannsóknin á þessum eina manni, sem eru bæði miklar og nákvæmar, gildi ekki um 18 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.