Heilbrigðismál - 01.07.1965, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.07.1965, Blaðsíða 21
Þannig verður smitunin afmörkuð og stað- bundin. Graftarkýli og ígerðir eru góð dæmi þess hvernig slík innilokun á sér stað og verndar líkamann utan þeirra fyrir innrás sýklanna. Jafnvel þó sýklarnir séu þannig afkróaðir, eru öll gæzluöfl líkamans kölluð tit til að tortíma þeim. Stun efnin sem leysast úr læð- ingi meðan á orustunni stendur renna sér út í blóðstrauminn og bera ófriðarboð í allar byrgðageymslur sem liýsa hvítu blóðkornin og halda þeim við. Innan örfárra mínútna er milljónum af hvítum blóðkornum hleypt út í blóðið, sem flytur þau út í alla vel'i. Meðan á þessu stendur verða breytingar á mergnum sem leiða til þess að framleiðsla hvítu blóðkornanna stóreykst. Sumir sýklar eru slíðraðir verjum sem hrinda hvítu blóðkornunum frá þeim, og aðrir hala mátt til að granda blóðkornun- um sem hafa gleypt þá. Jafnvel í dauðanum halda hvítu blóðkornin samt sem áður á- fram að gefa frá sér efni sem eru hættuleg sýklunum. Geti hvítu blóðkornin ekki fullkomnað hreinsunina konta aðrar stærri frumur þeim til hjálpar, makrophagarnir eða átvöglin. Þeir geta ekki einungis hvomað í sig sýklunt heldur einnig hvítum blóðkornum sem eru að króa af sýkla. Venjulega verður það bani sýklanna ef hvít blóðkorn eða risafrumur gleypa þá, en ekki alltaf. Sumir sýklar geta lifað tímum saman inni í frumum sem liafa gleypt þá. Meira að segja getur farið svo að fruma geti verndað og lengt líf sýkla, sem lnin getur sjálf ekki grandað, en myndar hinsvegar vörn um þá gegn sýklaeyðandi efnum, sem berast með blóðstraumnum og lyfjun- um sem læknirinn ráðleggur, til að herja á smituninni. Líkaminn krefst þess að ná yfirhöndinni í baráttunni við jressa sýkla eftir að þeir hafa verið gleyptir og losna við þá og önnur úrgangsefni. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÖISMÁL Til að sjá fyrir þessu er líkaminn alsettur leiðslum sem kallast sogæðakerl i. Hvít blóð- korn, makróphagar eða átvöglin og agnir sem komast inn í líkamann fara inn í þetta æðanet og berast með sogæðavökvanum til eitlastöðva sogæðanna eða kirtlanna, sem eru staðsettir á hernaðarlega mikilvægum stöðum víðsvegar um líkamann. Hver eitill starfar sem sía, er lieldur í sér sýklum og öðrum ögnum. Sogæðastraumurinn berst á- fram milli eitlanna þar til hann berst til hálseitlanna, en þeir veita sögæðavökvunum út í blóðstrauminn. Þá hafa venjulega allir sýklar og agnir síast burt úr sogæðavökvan- um. í sambandi við sjúkdóma geta sýklarnir stundum lifað vikum og mánuðum saman í eitlunum. Kirtlarnir á hálsinum eru enda- stöðvarnar sem hindra að sýklarnir komist út í blóðstrauminn, en eymsli og þroti í þessum kirtlum, sem stundum helst tímum saman eftir að öll önnur sjúkdómseinkenni eru horfin, gefa til kynna að enn felist líf með sýklunum sem halda þar til. Þó að svo fari að þaðan berist sýklar út í blóðrásina, koma enn varnarherir til sög- unnar. Beinmergurinn, lifrin, miltað og nokkur önnur líffæri eru lniin úgrynnum af makrophogunum til þess að sía árásarefnin úr blóðinu á sama hátt og kirtlarnir hreinsa sogæðavökvann. Hvernig geta hvítu blóðkornin og makro- phagarnir gert greinarmun á ársásarsýklun- um ásamt öðrum ögnum, er komast innílík- amann og á frumum og sameindum líkarn- ans? Líkaminn er gæddur skilgreiningar- kerfi, sem getur einkennt innrásarherina. Þessi rnerki sem tengja sig árásaröflunum eru kölltið mótefni. Hvítu blóðkornin og makrophogarnir gleypa stundum næstum hvern sýkil og hverja ögn sem verður á leið þeirra, en þeir leita uppi og rífa í sig með sérstakri græðgi þá, sem hafa verið merktir sem árásaröfl af mótefnunum. Oltast má greina afturbata eftir smitun 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.