Heilbrigðismál - 01.07.1965, Blaðsíða 22

Heilbrigðismál - 01.07.1965, Blaðsíða 22
með því að athuga starfsemi mótefnanna. Ef þú hefur aldrei fengið skarlatssótt vantar líkamann mótefnin sem hæfa streptokokk- unum er orsaka sjúkdóminn. En ef strep- tokkarnir hafa náð nægilegri fótfestu í lík- amanum til þess að margfaldast Jrar, eru verksmiðjurnar sem framleiða mótefnin settar í gang. í nokkra daga geta sýklarnir ef til vill haldið áfram að margfaldast og ])ú verður veikari með hverjum degi, en nú er framleiðsla mótefnanna löngu hafin og að Jrví komin að ná hámarki, þeir læsast við streptokkana, sem orsaka skarlatssóttina og urn leið og þeir hafa verið brennimerktir þannig, verða Jreir gráðugum livítum blóð- kornum og átvöglunum að bráð, og jafn- framt hefst batinn. Önnur efni í blóðinu aðstoða einnig við tortýmingu sýklanna, sem mótefnin eru tengd við. Það eru aðallega mótefnin sem gera Jng ónæman gegn árás margra hinna venjulegu farsótta. Fyrsta sinni sem þú veikist af skar- latssótt eða mislingum eru mótefnaverk- smiðjur líkama ])íns í nokkra daga að læra hin réttu tök á framleiðslunni. En um leið og hann er kominn á lagið getur framleiðsl- an hafizt miklu fyrr og í stærri stíl, og mikið magn mótefna ryðst út í blóðið, jafnvel nokkrum klukkutímum eftir að nokkur þús- und sýklar hafa ráðizt inn í J)að. Þannig eru seinni smitanir af sömu sýklum jafnvel Jrurrkaðir út úr líkama þínum áður en Jrú getur greint að Jrú hafir orðið fyrir nokkurri smitun. Það eru einnig mótefnin sem gera það fært að halda smitandi sjúkdómum í skefj- um með bólusetningu. Bóluefni er sá kjarni sem kennir líkamanum fyrirfram að frain- leiða greiðlega mótefni gegn sjúkdómi sem Jrú hefur enn ekki fengið. Einstakar tegundir sýkla komast upp á að sniðganga mótefnavarnirnar. Inflúenzuveir- an er nærtækasta dæmi þess. Með nokkurra ára fresti koma nýjar tegundir af inflúensu sem mótefni gegn fyrri tegundum hafa eng- in áhrif á. Er þetta skeður ganga inflúensu- faraldrar með ofsahraða yfir heiminn, eins og Asíuinflúensan gerði. Innan fárra ára liafa langffestir jarðarbúar tekið hina nýju tegund inflúensu og myndað mótefni gegn henni, en skömmu síðar er enn ný tegund í uppsiglingu. Hver ný tegund krefst sérstakr- ar tegundar mótefna. Flest mótefni sem hringsóla í blóðinu finnast aðallega í J)eim hluta Jress sem kall- ast gammaglobulin. Þetta mótefnaríka efni er hægt að einangra úr blóðinu og geyma all lengi. Sé fólk sprautað með smáskömmt- um af gammaglobulini gefur Jrað tímabund- ið ónæmi gegn mislingum ogsmitandi lifrar- bólgu, Jressi lánuðu mótefni í gammaglóbul- ininu hafa sömu áhrif og Jrau sem líkaminn framleiðir sjálfur. Nýfædd börn standa vel að vígi með sín lánuðu mótefni. Mótefnaverksmiðjur Jreirra starfa lélega, eða ekki neitt, fyrstu vikurnar eftir fæðinguna, en mótefni fengin frá móð- urinni vernda þau um skeið fyrir Jreim sjúkdómum sem móðirin er ónæm fyrir. Brjóstabörnin fá einnig verndandi mótefni með móðurmjólkinni. Sumir sýklar ráðast aðeins á frumur í næsta nágrenni sínu, aðrir gefa frá sér eitr- aðar sameindir kallaðar toxin (sýklaeitur), sem getur flutzt til annarra staða líkamans. Barnaveiki og ginklofi eru dæmi slíkrar eit- urframleiðslu. Þegar líkaminn verður fyrir árásum toxina myndar hann antitoxin eða móteitur, Jrað er að segja mótefni gegn toxniunum. Og alveg á sama hátt og hægt er að ná ónæmi gegn veirum með bóluefni úr veikluðum veirum, þannig er liægt að gerast ónæmur gegn barnaveikis- og ginklofatox- inum með Jrví að gefa sprautur af veikluðum toxinum sem kallast toxoidar. í hagbúskap líkamans situr sárið alltaf í fyrirrúmi. Jafnvel fólkið sem svalt í fanga- búðum heimsstyrjaldarinnar hélt hælileik- anum til gróa. Hvaða efni sem vantar til að græða sár eru útveguð með ]>ví að rífa niður FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 22

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.