Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 6
Heilbrigðis- og hamingjutengsl SÚ staðreynd er ekki eins vel kunn og vera ætti, að það eru sterk tengsl á milli heilbrigði og ham- ingju. Á starfsævi minni sem læknis hefi ég oft furðað mig á, hvað ég hefi fyrirhitt mikið af óham- ingjusömu fólki, bæði í sambandi við læknisstarf mitt og utan þess. Að minnsta kosti á seinni árum hefur virzt, að mörg skilyrði væri hér fyrir hendi til þess, að hávaðinn af fólki gæti verið hamingjusam- ur. En það er beinlínis sársaukafullt að gera sér grein fyrir, hve mikið skortir á það. Þó að veður- farið hér sé erfitt og náttúran oft hrjúf í viðmóti, hefur þetta land svo mörg og margvísleg gæði að bjóða börnum sínum, heilnæmt loftslag, náttúrufeg- urð, mikið landrými, óendanleg tækifæri til þess að lifa heilbrigðu lífi, glæsileg lífskjör og frelsi. En þrátt fyrir allt þetta, er hér óhamingjusamt og á margan hátt eyðilagt fólk á hverju strái. Það er ein- hver furðuleg öfugþróun, að svo skuli þurfa að vera. Andleg neyð og óhamingja virðist vera alltof almenn og nátengdir þættir í okkar þjóðfélagi, sem leiða til heilsuleysis bæði á líkama og sál. Óham- ingjan leiðir af sér vanheilsu eða svo við snúum dæminu við: Þeim, sem eru hamingjusamir, heilsast yfirleitt betur en hinum. Horder lávarður, hinn mikli enski læknir, lýsti þessu svo: Hamingjan, hvernig sem hún er til orðin, á mikinn þátt í að af- stýra sjúkdómum. Heilbrigð þjóð stefnir að heil- brigði og hamingju. Hverjar eru ástæðurnar til allrar þessarar óham- ingju í okkar landi? Aðalmeinsemdirnar eru þrjár: 6 léleg hjónabönd, sem annaðhvort hafa farið út um þúfur eða verið vonlaus frá byrjun, ásamt drykkju- sýki, og sú almenna tilfinning, að lífið sé tilgangs- laust. Oft eru allir þessir þættir samofnir. Óhamingjusöm hjónabönd. Óhamingjusöm hjónabönd eiga sök á mikilli ógæfu og neyð bæði beint og óbeint. Þau hafa hræðileg áhrif á báða aðila, legja tíðum líf barn- anna í rúst. Það er hér óhugnanlegur fjöldi af börn- um, sem hafa orðið fyrir andlegum áföllum af þess- um sökum og bíða þeirra aldrei bætur. Þau eru hin saklausu fórnarlömb óhamingjusamra hjónabanda og fjölskylduharmleikja. Hið hörmulega er, að þess- um börnum hættir einnig mjög til að stofna til óhamingjusamra hjónabanda seinna meir. Slíkir vítahringir eru alltof algengir. Það langmikilvæg- asta, sem hægt er að gera við þessum vanda, er að fræða börn og ungt fólk um eðlileg og mannleg samskipti og fjölskyldulíf. Þetta eiga skólarnir að gera og auk þess þyrftu að vera til stofnanir, sem leiðbeindu og kenndu fólki áður en það gengur í hjónaband. Slíkar stöðvar, þar sem prestar, læknar og sálfræðingar væru starfandi, þyrftu nauðsynlega að komast upp. Drykkjuskapur og drykkjusýki. Þetta eru alvarleg vandamál í okkar landi og virð- ast vaxa með allsnægtunum. Þau eru á engan hátt eitt og hið sama, þó að það leiði oft hvað af öðru. fréttabref um heilbrigðismál

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.