Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 8
PrÓFESSOR Mastropolo í Genúa hefur rannsakað hlutskipti föðurins meðal vandræðadrengja og sýnt Ijóslega fram á að það ýtir bæði undir misgerðir unglinganna og kynvillu ef faðirinn á ekki sinn eðli- lega þátt í heimilislífinu, sem góð fyrirmynd barna sinna og með því að veita þeim öryggi og vernd, sem þau þarfnast svo mjög á stormasömum upp- vaxtarárum. Það tímabil sem hefst nálægt 12-13 ára aldri og endar kringum 18 ára aldurinn, kallast upp- vaxtarár. — Þá ske miklar líffræðilegar breytingar, sem örva og þroska hina innri kirtla og kynfærin. Þá verða ekki síður augljósar breytingar á sviði reynslu og tilfinningalífs á þessum róttæku tíma- hvörfum, sem breyta nánast öllum þjóðfélagslegum viðhorfum og afstöðu gagnvart fjölskyldunni, stjórnmálum, siðfræði o. fl. Verða þó breytingarnar sérstaklega áberandi ganvart kynlífinu og áhrifum þess. Eftir langan dvalatíma magnast þau æ meir. Unglingurinn hefur nú leit að nýjum manngerðum utan fjölskyldunnar, sem hann reynir að sam- rýmast og leitast við að tengjast fullorðnu fólki, sem hann telur sér mikilvægt og gegnir einhvers konar forustuhlutverki fyrir hugsjónastefnum ríkj- andi tíðaranda. Jafnframt vex með honum ástarþörf þó hún þurfi engan veginn að vera vel þróuð eða fast mótuð. Það er einmitt á þessu tímabili sem vax- Hlutdeild föðurins í dfbrotahneigð drengja andi árásarhneigðar veiður vart í hegðun hans sem getur náð hámarki sínu í afbrotum gen þjóðfélaginu eða í kynferðislegum frávikum. Þau geta verið að- eins tímabundin, meira eða minna dulin, eða mjög ákveðin og áberandi. Margs konar hegðun, sem mundi teljast sjúkleg hjá fullorðnu fólki, kann að teljast samrýmanleg eðlilegum lífsviðhorfum á þessu tímabili, vegna þess að uppvaxtarárin einkennast af erfiðri og jafnvel þungbærri leit, bæði á þjóðfélags- Iegu og siðferðilegu sviði og ekki sízt á sviði kyn- lífsins. Á fyrsta tímabili lífs síns stofnar barnið mjög náið samband við sína nánustu, sem mótast af áhrifum frá móðurinni. Það er hin eðlilega og eðlisbundna þróun sem miðar að samstöðu við aðra. Þetta er tímabilið sem sálgreinendurnir kalla persónumyndunina (egoformation). Þá kemur næsta stig þegar einstaklingurinn tileinkar sér þjóð- félagsleg og siðfræðileg verðmæti (æðri persónu- myndun). Smátt og smátt fer hann að hugsa og finna til sem þegn í þjóðfélaginu og mynda tilfinn- ingalegt og vitsmunalegt samband við umhverfi sitt. Myndun skapgerðar og hegðunar á uppvaxtarárun- um hefur verið rannsökuð frá ýmsum hliðum og með ýmsum aðferðum. Áhrif móðurumhyggjunnar hefur vakið mikla athygli. Margir vísindamenn beina henni mjög að því hvaða afleiðingar pað hafi á drengi séu þeir skildir frá móður sinni á fyrsm FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 8

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.