Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 9
árum lífsins. Hugmyndir Melanies Klein á sviði sálgreininga hefur haft mikil áhrif á þessar kenn- ingar. Misgerðir unglingsáranna, sem er flókið og vandskýrt efni, hafa verið álitnar eiga rót sína að rekja til vanrækslu, fjarvista eða misgerða móður- innar á fyrstu árum barnsins. Aðrir hafa ekki ein- ungis lagt áherzlu á aðskilnað barns og móður sem orsök þessa vanda, heldur engu síður óheilbrigt andlegt samband þeirra á milli. En hvað um föðurinn? Á hinn bóginn virðist full ástæða til að halda að truflanir á hegðun og sérstaklega misgerðir ungl- inga eigi rót sína að reka til margs annars, t. d. af- stöðu gagnvart umhverfinu, skapgerðar og eðlisfars, og sérstaklega þýðingarmikil eru tengsl þeirra við þá sem eru þeim dýrmætastir tilfinningalega, fyrst og fremst föðurinn, þegar um dreng er að ræða. Raunverulega er faðirinn drengnum ímynd valdsins í nútíma þjóðfélagi, þó með nokkrum takmörkun- um. Hann er hið skilyrðislausa tákn hins æðri pers- ónuleika og sá sem veitir fjölskyldunni þjóðfélags- lega aðstöðu og gefur syninum fordæmi þeirrar hegðunar og umgengni, sem hann síðan temur sér í heimi hinna fullorðnu um leið og hann hefur hafnað þeim dvergheimi, sem hann byggði sér upp með móður sinni. Það hefur marg sannast, að faðir sem ekki er fær um að sinna hlutverki sínu réttilega og stofnar til átaka við son sinn, getur orðið orsök árekstra milli drengsins og heims hinna fullorðnu. Prófessor Mastropólo segir, að rannsóknir sem gerðar hafa verið í stórum stíl á vandræðadrengjum innan 18 ára aldurs, með fullri og eðlilegri greind, hafi orðið til að sanna hugmynd þá, sem hér er slegið fram, og tekizt hefur að skilgreina föður af þeirri manntegund, sem er neikvæð bæði þjóð- félagslega og sálfræðilega. Slíkur faðir er óhæfur til að vera fordæmi sonar síns og gefa honum já- kvætt uppeldi og stofna til félagsskapar með honum, þannig, að það geti komið til gagnkvæmrar virð- ingar og skilnings á milli þeirra. Með því að rannsaka feril fjölda feðra hefur hann fundið meðal þeirra háa tölu drykkju- og óreiðu- manna og þjóðfélagslega vanþroskaða menn. - Menn á lágu menningarstigi, sem eru illa sett- FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL ir atvinnulega. Þeir voru ekki einungis neikvæð- ir persónuleikar, heldur þjóðfélagslega séð á sjúk- legum villustigum. - í helmingi tilfellanna stöf- uðu áhrif föðurins á uppeldi af áhugaleysi hans og útskúfun barnsins, en í hinum helmingnum af óheppilegum tilhneigingum eins og óhóflegri nákvæmni og smámunasemi. - Á hinn bóginn var í miklum fjölda tilfellanna um staðfestu- leysi og undanlátssemi að ræða, er varð rothögg á að hann gæti orðið drengnum hin eðlilega stóra fyrirmynd. Mæðurnar voru oft veiklundaðar og höfðu ekki hugann við uppeldið vegna annara málefna, sem voru þeim meira virði, eins og ýmis þjóðfélagsleg viðfangsefni, eða annað sem snerti fjármál og fjölskyldumál. Umhverfið sem þessir unglingar komu frá, var fjárhagslega, þjóðfélags- lega og menningarlega lélegt. Það var einnig í til- finningalegri niðurlægingu, stundum allt í molum og algjörlega laust í reipunum, einkenndist af marg- háttuðum, óeðlilegum andlegum truflunum. Aðeins í 20% tilfellanna var annað hvort foreldranna eða báðir fjarverandi. Þessar tölur virðast mæla gegn þeirri hugmynd, að fjarvistir móður eða föður eigi aðalþáttinn í að gera börn að vandræða unglingum, hitt er miklu algengara, að ósamlyndi og misræmi milli foreldranna eða beinn fjandskapur vegna upp- eldismála eigi þar stærstu sökina. Annað sem fannst í miklum fjölda tilfella var alvarlegt andlegt áfall í sögu einstaklingsins. Atburðir, sem seinna meir höfðu sterk áhrif á hegðun drengja, voru fyrst og fremst glæpir, sem foreldrarnir höfðu framið eða áhrifamiklir atburðir, eins og sundrun fjölskyld- unnar, sifjaspell eða fangelsanir. Samband föður og sonar. Það sem mestan áhuga vakti við athugun vand- ræða drengja, var sambandið milli sonar og föður, sem var í flestum tilfellum neikvætt. Það var stund- um beinn fjandskapur á milli þeirra, sérstaklega þegar faðirinn útskúfaði syninum, var sjálfur lítill og lélegur persónuleiki eða lék hluverk sitt af linku og áhugaleysi. Samkvæmt kennisetningunum getur fyrirmynd föðurins orðið algjörlega neikvæður þáttur í persónusköpun sonarins, sé faðirinn annað hvort sífelldur refsivöndur eða veldur stöðugri 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.